Málfregnir - 01.12.2001, Qupperneq 6

Málfregnir - 01.12.2001, Qupperneq 6
skýrslu fyrir Norrænu ráðherranefndina um stöðu íslensku gagnvart ensku hér á landi og á fundi í Finnlandi í gær gerði hann grein fyrir niðurstöðunum, ásamt þeim sem unnið hafa svipaðar athuganir annars staðar á Norðurlöndum. Það að ráðherranefnd Norð- urlanda hefur látið gera sérstaka athugun á þessu sýnir hversu alvarlegum augum þess- ar þjóðir líta málið. Athugun Ara beinist að fimm sviðum: skólum, fjölmiðlum, háskólastarfi og vís- indum, atvinnulífi og stjómsýslu. Meginniðurstaða skýrslunnar er að enska hafí (enn þá?) ekki náð yfirhöndinni á neinu af þeim sviðum sem rannsóknin beinist að. Það eru þó viss atriði í skýrslunni sem vekja spurningar og sumar af niðurstöðunum geta alls ekki talist jákvæðar. I skólastarfi virðist staða íslensku vera sterk og í námskrá er mikið lagt upp úr móð- urmálskennslu og stjórnsýslumálið er nær eingöngu íslenska. Ekki er eins björt mynd dregin upp af fjöl- miðlum, sérstaklega ljósvakamiðlum, og verst er staðan í myndmiðlum. í Ríkissjón- varpinu var um það bil helmingur alls efnis, sem sent var út tiltekna viku í september 2001, á íslensku. Samkvæmt eldri könnun, sem vitnað er til, var meðalhlutfall íslensks efnis Stöðvar 2 á árunum 1997-1999 ein- ungis 10-20%. Talið er líklegt að framboð annarra sjónvarpsstöðva á íslensku efni sé enn minna, auk þess sem fjöldi landsmanna hefur aðgang að erlendu sjónvarpsefni í gegnum gervihnetti eða breiðband. Þess ber þó að geta í þessu samhengi að íslenskar kvikmyndir hafa verið í sókn og ástandið í þessum efnum hefur sennilega ekki versnað á síðasta áratug. Þau svið, sem sérstök ástæða er til að hafa áhyggjur af, eru annars vegar atvinnulífið og ýmsar tæknigreinar og hins vegar há- skólar og vísindasamfélagið. Háskólar Það færist í vöxt að ýmiss konar starfsemi á háskólastigi, sem svo er nefnt, fari fram á ensku. Þetta er sérstaklega áberandi í nýjum og minni stofnunum eins og Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Þar eru ýmsar námsbrautir að hluta eða alger- lega kenndar á ensku og skólamir lýsa því yfir að þeir hyggist ganga enn lengra á þess- ari braut í framtíðinni. Háskóli íslands virðist raunar hafa nokkra sérstöðu hér þar sem langsamlega mestur hluti af kennslu hans fer, a.m.k. enn þá, fram á íslensku. Athygli vekur að þar eru það ekki síst grundvallargreinar í raunvísindum, eins og stærðfræði og eðlisfræði, sem með mestri samkvæmni bjóða kennslu á ís- lensku. Það er frekar í félagsvísindum og ýmsum nýrri greinum sem boðin eru nám- skeið á ensku. Sérstaka athygli vekur skoðun Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands, en vitnað er til um- mæla hans í Morgunblaðinu 1. júlí 2001. Þar stendur orðrétt: Á miðöldum var alþjóðlega vísindatungu- málið latína. Á 19. öld kom afturkippur í alþjóðlega þróun vísinda um leið og sú krafa var gerð að vísindamenn skrifuðu á móður- máli sínu. Um leið einangruðust margir í fræðum sínum, höfðu lítil áhrif og fóm á mis við þann samanburð og hágæða rýni sem er metnaðarfullri fræðimennsku nauðsynleg.... Eg tel að þegar vísindamenn skrifi strang- fræðileg verk muni menn að mestu leyti snúa sér að ensku í félags- og hugvísindum í framtíðinni. Við þessa söguskoðun er ýmislegt að athuga. Að mati sagnfræðinga má segja að 19. öldin hafi verið allra mesta blómaskeið vísinda frá upphafi mannkyns. Oft er sagt að á 19. öld einni hafi verið gerðar jafnmargar merkar uppgötvanir í raunvísindum og samanlagt á öllum öldum mannkynssögunn- ar fram til þess. Og að mati margra er þessi þróun vísindanna megineinkenni 19. aldar- innar. Menn halda kannski að 20. öldin sé mesta vísindaöld sögunnar og vissulega 6

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.