Málfregnir - 01.12.2001, Page 7

Málfregnir - 01.12.2001, Page 7
urðu þá miklar framfarir. En kannski er hún fyrst og fremst tækniöld. Hinn vísindalegi grunnur að tækniþróun 20. aldar var að veru- legu leyti lagður á 19. öld. I ljósi þessa verður að telja að ummæli prófessorsins séu vægast sagt furðuleg og spyrja má hvað býr að baki. Atvinnulífið og tæknin Niðurstöður úr sérstakri athugun, sem Ari Páll gerði á starfsemi Islenskrar erfðagrein- ingar, eru einkar fróðlegar. Fram kemur að af 550 starfsmönnum fyrirtækisins hafa 80 eða tæp 15% annað móðurmál en íslensku og starfsmenn eru af 20 ólíkum þjóðernum. Meginniðurstaða Ara er sú (bls. 38) að starfsmenn Islenskrar erfðagreiningar noti ensku alltaf þegar nauðsynlegt er að allir skilji og það þarf því ekki nema einn útlend- ing í samræðuhóp til að allir fari að tala ensku. Hins vegar tala Islendingar að jafnaði íslensku sín á milli ef enginn útlendingur er viðstaddur en það kemur fyrir að jafnvel þeir noti ensku ef óvissa ríkir um íslensk íðorð en þá er enska notuð til að forðast mis- skilning. Allt, sem krefst nákvæmni, kallar á ensku en hins vegar segir frá því að það komi fyrir að útlendingar og Islendingar tali saman á íslensku yfir hádegisverði. Fyrirtækið býður upp á námskeið í ís- lensku fyrir útlendingana sem þar starfa og allir útlendingamir, sem rætt var við, höfðu notfært sér þessi námskeið að einhverju marki. En þeir gera þetta frekar af áhuga en nauðsyn. Einn orðar það svo að það sé skynsamlegt („makes sense“) að læra málið sem talað er í landinu þar sem maður býr. Svo virðist mega álykta að hér sé um- dæmisvandi íslenskunnar sýndur í hnot- skum. Því hefur t.d. verið haldið fram að skortur á íðorðum sé upphaf þess að tungu- mál missa umdæmi. Málin verða ónothæf vegna þess að orðin eru ekki til og í stað þess að sletta stöðugt er einfaldara að nota bara alþjóðatunguna enda nota Islending- arnir ensku til að tala saman þegar íslensk orð vantar. Einnig má sjá hér merki þess að enska sé notuð í „mikilvægara“ umhverfi en íslenska. Utlendingar læra íslensku sér til gamans og til að kynnast framandi menningu og hún er notuð í matarhléum og kaffitímum. Hér má minna á hugtakið eldhúsmál sem stundum hefur verið notað í þessu samhengi. Hvað er til ráða? Rétt er að taka fram að ekki er hér hægt að sakast við einstaka menn eða einstök fyrir- tæki heldur er þetta vandi samfélagsins alls. Umhverfið í því fyrirtæki, sem hér greinir frá, er örugglega ekki einsdæmi og starfs- menn vinna án efa af heilindum að þeim verkefnum sem þeim eru fengin. A það jafnt við um tæknistörfin og þá tilburði sem við- hafðir eru til að kenna útlendingunum íslensku. En öllum, sem þessu máli tengjast, er vandi á höndum. Framtíðarþróunin ræðst af því hvemig upprennandi kynslóðir bregð- ast við þessum vanda. Svar 20. aldar við þeim vanda tungunnar, sem við blasti við upphaf aldarinnar, var íðorðastarf og í grunninn byggðist það á áhuga þeirra sérfræðinga, hvers á sínu sviði, sem tóku þátt í því. Ekki er vitað á þessari stundu hvemig næstu kynslóðir meta gildi þess að viðhalda samhenginu í íslenskri málþróun og þess að íslenska verði notuð á sem flestum sviðum. Lítið er vitað um af- stöðu ungs fólks í þessum efnum. Ekki er heldur vitað hversu útbreidd notkun ensku er almennt í atvinnurekstri og vísindum hér á landi. Hvað geta stjómvöld og aðrir ábyrgir aðilar í þjóðfélaginu lagt af mörkum í þessu sambandi? Ef til vill er ábyrgð menntakerf- isins, og sérstaklega háskólastigsins, mest. Bent hefur verið á að sú tíska virðist uppi að líta á ensku sem alheimsmál og ungir vísindamenn eru hvattir til að stunda fræði sín á ensku frekar en íslensku. Háskóla- kennarar hljóta t.d. meiri umbun fyrir rit sem þeir birta á ensku en á íslensku. Þegar þetta er skoðað í ljósi tilbúinna sagnfræði- skýringa, eins og þeirrar að notkun móður- 7 L

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.