Málfregnir - 01.12.2001, Síða 8
tungna í vísindum sé þar dragbítur á fram-
þróun, er ástæða til að staldra við. Frekar en
draga þær ályktanir, sem dregnar hafa verið,
af kostum þess að hafa alþjóðamál, virðist
mega snúa dæminu við og halda því fram að
notkun alþjóðatungunnar latínu hafi á sínum
tíma valdið stöðnun og einangrun vísind-
anna frá fólkinu. Þegar menn tóku að rita á
móðurtungum sínum hafi hins vegar leyst
afl úr læðingi sem varð til þess að gróska
hljóp í vísindin.
F ramtíðarstefnan
Innan íslenskrar málnefndar hefur að
undanförnu verið unnið að því að móta til-
lögur um stefnu í málræktarmálum og mál-
efnum tungunnar og þegar rýnt er í fram-
tíðina eru þar settir upp þrír „kostir" um
þróun málstaðla á Islandi á 21. öldinni.
Fyrsti kosturinn er sá að samhengi ís-
lensks ritmáls haldist og saga íslenskrar
tungu haldi áfram með svipuðum hætti.
Þetta fæli það í sér að áfram yrði lögð rækt
við íslensku með svipuðunr hætti og verið
hefur.
Annar kosturinn, sem minnst er á, er að til
verði nýr ritmálsstaðall, eins konar ný-
íslenska. Þetta gæti gerst ef menn breyta að
marki þeirri stefnu sem viðurkennd hefur
verið (t.d. því að nota frekar innlend orð eða
vel aðlöguð tökuorð en hráa útlensku). Einnig
yrðu nýjungar í framburði, beygingu og
setningaskipan teknar inn í ritmálið svo fljótt
sem þurfa þætti, t.d. til að auðvelda nýjum
kynslóðum að ná tökum á rituðu máli. Þetta
yrði allt sett undir stefnu sem einkennd væri
með ifönsku orðunum laissez-faire. Ekki er
auðvelt að spá fýrir um þá þróun sem þessu
fylgdi en hugsanlegt er að fljótlega þyrfti að
fara að þýða 20. aldar texta, a.m.k. þá ffá fyrri
hluta aldarinnar, yfir á þetta nýja mál.
Þriðji kosturinn væri sá að erlendir mál-
staðlar ryddu sér til rúms í auknum mæli,
þannig t.d. að enska yrði meira notuð í ýms-
um atvinnugreinum og í skólakerfinu.
Fyrsti kosturinn er sá eini sem hægt er að
mæla með sem markmiði í íslenskri mál-
8
pólitík á 21. öld.
Hér verða taldar upp jafnmargar ástæður
fyrir þessari stefnu og kostirnir eru sem
taldir voru upp en um þetta mætti flytja
langt mál.
Fyrst er þess að geta að æskilegt er að
viðhalda lifandi tengslum við íslenskan
bókmenntaarf. íslenskar bókmenntir og
íslensk menning eru verðmæti í sjálfum sér
og þær eru meira virði sem hluti af lifandi
menningu en sem safngripir sem einungis
væri hægt að nálgast í þýðingum.
Önnur röksemd er að staðall, sem er í
lifandi tengslum við verk Snorra Sturlu-
sonar og Halldórs Laxness, við íslenskt
laga- og stjómsýslumál og við málræktar-
hefð 19. og 20. aldar, mun eiga auðveldara
með að takast á við umdæmisvandann, sem
ræðir um hér að framan, en nýr staðall sem
ekki byggir á þessari hefð. Mikinn innri
kraft þyrfti í þá rótlausu nýíslensku til að
hún stæðist enskunni snúning.
Ekki er heldur hægt að mæla með þriðja
kostinum því honum fylgja margs konar
vandamál sem ekki er ljóst hvemig leysa
ætti. Hér má benda á að yrði tekinn upp
erlendur málstaðall og hann ryddi sér hér til
rúms yrði Island jaðarsvæði, án miðju.
Menningarleg og e.t.v. pólitísk miðja myndi
flytjast úr landi. Gera má ráð fyrir að það
afbrigði heimsmálsins, sem hér myndi þró-
ast (hugsanlega enskt pidgin, með líkum
eiginleikum og prentsmiðjudanska í eina
tíð), ætti í jafnmikilli og raunar meiri vök að
verjast gegn umheiminum en sá staðall sem
við búum nú við. Eina raunhæfa lausnin
virðist því að viðhalda íhaldsseminni; eini
málstaðallinn, sem á sér lífsvon hér á landi
í framtíðinni, er sá sem við nú höfum.
Lokaorð
Ljóst er að enska sækir víða á, ekki síst í
tækni og ýmsum atvinnugreinum og að
hluta í vísindum. Nauðsynlegt er að stjóm-
völd og aðrir hugi að leiðum til að spoma
gegn því að íslenska missi gildi sitt á þess-
um sviðum. Verði íslenska ekki nothæf á