Málfregnir - 01.12.2001, Qupperneq 14

Málfregnir - 01.12.2001, Qupperneq 14
og kennslu á háskólastigi. Erlendis er mál- tölvun (computational linguistics) víða kennd í háskólum, ýmist sem sérstök grein eða innan málvísindadeilda eða tölvunar- fræðideilda. Mikill vöxtur hefur verið í þessum grein- um á undanförnum árum. Langflest störf, sem málfræðingum standa til boða við háskóla í ensku- og þýskumælandi löndum um þessar mundir, eru t.d. á þessu sviði. Vitaskuld er beint samband milli þenslunnar á þessi sviði í háskólum og hinnar öru þró- unar sem hefur verið í tungutækni sem iðn- grein en hún veltir nú háum fjárhæðum. Þörf atvinnulífsins fyrir fólk með menntun á þessu sviði hefur stóraukist og þar með vilji til að efla slíka kennslu á háskólastigi. Háskóli Islands hefur nú hafið undirbún- ing að meistaranámi í tungutækni. Mennta- málaráðuneytið gerði samning við skólann um þetta nám og um þjónustu við verkefnis- stjórn í tungutækni í tengslum við það. Markmiðið með náminu er að mennta nem- endur til þess að vinna að þróun tungutækni fyrir íslensku, taka að sér störf á þessu sviði í íslenskum upplýsingatæknifyrirtækjum og miðla þekkingu sinni til annarra. Unnið verður að rannsóknum á tungutækni fyrir íslenska málsamfélagið með sérstakri áherslu á lausnir sem gætu nýst öðrum fá- mennum málsamfélögum. Til þess að örva þróun og framleiðslu tungutæknitóla fyrir íslensku mun mennta- málaráðherra, að fengnum tillögum verk- efnisstjómar um tungutækni, veita styrki til tvenns konar verkefna. Annars vegar styrki til þess að koma upp málsöfnum og þekk- ingargrunnum sem nauðsynlegir em taldir við þróun tungutæknitóla. Hins vegar er ætlunin að styrkja fyrirtæki til þess að þróa, framleiða og setja á markað tiltekið tungu- tæknitól. Til þess að unnt sé að þróa og framleiða tungutækniverkfæri er nauðsynlegt að mikl- ar upplýsingar um íslenskt mál liggi fyrir í formi sem er aðgengilegt fyrir hin ýmsu verkfæri. Hér skortir talsvert á að ástandið hér á landi sé sambærilegt við það sem gerist meðal nágranna okkar. Það eru þekk- ingargrunnar af þessu tagi sem gert er ráð fyrir að styrkja á vegum verkefnisstjórnar- innar. Til þess að tryggja að opinbert fé, sem þannig er varið til þróunar þekkingargrunna, nýtist sem best verður einungis stutt við gerð þekkingargrunna sem atvinnufyrirtæki á sviði tungutækni hyggst nýta til þróunar tiltekins tungutæknitóls. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið, sem óskar eftir að þekkingar- grunnur sé búinn til, taki einhverja áhættu um að niðurstöður verði í raun nýttar. Þá er það skilyrði að niðurstöður rannsókna af þessu tagi verði öllum opnar til áframhald- andi rannsókna eða til að þróa önnur tungutækni verkfæri. Sé ekki hægt að veita fullan aðgang að þekkingargrunni mun tungutækniverkefnið einungis fjármagna þann hluta verksins sem er opinn öllum. Þannig öðlast styrkþegi ekki eignarrétt á grunninum. Markmiðið með þessum styrkjum er að framleiðendur tungutæknitóla hafi aðgang að þeirri þekkingu og þeim málsöfnum sem þeir þurfa á að halda og að þróun slíkra tóla fyrir íslensku verði þar með ódýrari og auðveldari. Af þeim upplýsingum, sem nú liggja fyrir, virðist sem það fyrsta, sem þarf að koma upp vegna tungutækniverkefna, sé stór textagrunnur sem greindur verði eftir mál- fræðilegum atriðum. Þannig verði hvert orð greint í orðflokk og gerð grein fyrir beyg- ingum og öðrum málfræðiatriðum eftir því sem við á. Textagrunnur af þessu tagi mun ekki ein- ungis nýtast framleiðendum tungutæknitóla. Hann mun einnig nýtast við margháttaðar rannsóknir, bæði í tungutækni og við al- mennar rannsóknir á íslenskri tungu. Mikið er til af texta í tölvutæku formi, til dæmis hjá Orðabók Háskólans, Morgun- blaðinu, bókaútgefendum og fleirum, sem nýst getur til að mynda slíkan grunn. Það er hins vegar talsverð vinna að greina orða- 14

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.