Málfregnir - 01.12.2001, Page 19
Það fer ekki á milli mála að kínverska er það
mál sem flestir jarðarbúar hafa að móður-
máli (fyrsta mál) og ef það er fjöldinn einn
sem er lagður til grundvallar því hvaða mál
verða fyrir valinu, þá virðist það einsýnt að
kenna skuli kínversku. En hver eru sam-
skipti Islendinga við Kína? Hve margir
íslendingar fara til Kína og í hvaða tilgangi?
Og hve margir Kínverjar sækja Island heim
og í hvaða tilgangi? A síðustu áratugum
hefur ferðaþjónustunni vaxið mjög fiskur
um hrygg og þar gegnir tungumálakunnátta
lykilhlutverki því þeir sem í ferðaþjónustu
starfa eru tengiliðir við hina erlendu gesti.
Lítum á tölur yfir fjölda ferðamanna eftir
helstu löndum; upplýsingar í Töflu 1 og 2
fengust á heimasíðu Utlendingaeftirlitsins,
www.utl.is:
Þjóðerni Árið 1999 Árið 2000
Bandaríkin 44.709 53.637
Þýskaland 31.684 32.664
Stóra-Bretland 31.466 45.106
Svíþjóð 26.815 29.488
Danmörk 25.138 28.456
Noregur 22.579 24.280
Frakkland 13.533 14.955
Holland 9.666 10.249
ftalía 7.698 8.147
Finnland 8.499 9.359
Tafla 1. Fjöldi ferðamanna frá helstu lönd-
um árið 1999 og 2000.
Árið Árið
1999 2000
Heildarfjöldi ferðamanna 252.605 303.913
Þar af frá Norðurlöndum 83.031 91.583
Þar af frá Bandaríkjunum og Stóra-Bretlandi 76.175 98.743
Tafla 2. Yfirlit yfir heildarfjölda ferða-
manna árið 1999 og 2000.
Flestir ferðamennimir koma frá Bandaríkj-
unum og Stóra-Bretlandi og næststærsti
hópurinn kemur frá Norðurlöndum. Liðlega
30 þúsund ferðamenn koma frá Þýskalandi.
Gæði ferðaþjónustunnar ráðast ekki síst af
tungumálakunnáttu, þ.e. að hægt sé að veita
þjónustu á móðurmáli hinna erlendu ferða-
manna. Ekki er raunsætt að ætla að hægt sé
að bjóða upp á þjónustu á móðurmáli allra
sem hingað koma, svo mörg sem þau eru, en
í ferðaþjónustu ættu menn að leggja metnað
sinn í að þeir sem þar starfa hafi vald á þeim
málum sem stærstu hópar ferðamanna eiga
að móðurmáli. Eg vann um árabil við að
leiðsegja norrænum ferðamönnum á Islandi
og oft varð ég vör við vonbrigði þeirra þegar
þeir uppgötvuðu að mál þeirra voru ekki
gjaldgeng í samskiptum við landsmenn.
Þessu til áréttingar birtist hér smákafli úr
bréfi sem mér barst frá dönskum lögmanni
sem kom til Islands um miðjan síðasta ára-
tug og sem lýsir vel þeim viðhorfum sem ég
hef verið að tæpa á.
Det er trist at se at man i Island lader engelsk
gá forud for et nordisk sprog. Uden at jeg vil
fomærme nogen, syntes jeg nok, at mange
unge islændinge kunne trænge alvorligt til en
effektivisering af deres kundskaber i dansk. Jeg
var ikke imponeret. Jeg husker fra min rejse
bespget i Akureyri. Jeg stod og beundrede en
have med udsprungne blomster. Jeg faldt i snak
med faderen ca. 60 ár og spnnen ca. 35 ár.
Faderen kunne udmærket dansk, men spnnen
mátte jeg tale med pá engelsk! Dette glemmer
jeg ikke. Du skulle gpre, alt hvad du kan for at
fá dette tilbageskridt stoppet.
(Úr bréfi til mín frá Jan Radil. Birt með leyfi
sendanda.)
Mikilvægi tungumála í ferðaþjónustu verð-
ur aldrei nægjanlega undirstrikað. Þó Norð-
urlandabúar telji aðeins u.þ.b. 24 milljónir
manna höfum við meiri samskipti við Norð-
urlönd en nokkur önnur lönd. Hér skipta
auðvitað máli söguleg og menningarleg
tengsl þjóðanna sem og lega landanna. Lið-
19