Málfregnir - 01.12.2001, Page 20
lega 32.000 Þjóðverjar heimsóttu Island árið
2000. Til samanburðar má geta þess að af
1100 milljónum Kínverja komu aðeins 564
þeirra til íslands á því herrans ári 2000.
Telja má víst að samskipti við Asíu muni
aukast á næstu árum og áratugum og miklir
viðskiptahagsmunir geta verið í húfi. Því er
brýnt fyrir íslendinga að eiga í sínum röðum
fólk sem hefur gott vald á Asíumálum. Þó
full ástæða sé til þess að bjóða upp á nám í
Asíumálum, t.d. sem valgrein í nokkrum
menntaskólum og í Háskóla Islands, er væg-
ast sagt óraunhæft að gera þessi mál að
skyldunámsgreinum. I því sambandi er
mikilvægt að gera sér ljóst að það er himinn
og haf á milli þess að læra Asíumál eins og
t.d. kínversku eða japönsku og Evrópumál á
borð við þýsku, spænsku eða frönsku svo
ekki sé talað urn Norðurlandamál eins og
t.d. dönsku. Þó rétt sé að taka orð Eiríks frá
Brúnum. um hve létt honum reyndist að til-
einka sér dönsku á lystireisu sinni til Kaup-
mannahafnar, með nokkrum fyrirvara, þá
gefa þau vísbendingu um hverju hægt er að
fá áorkað í málanámi þegar um skylt mál er
að ræða og viljinn fyrir hendi:
En mjer þótti leitt fyrst í stað, að þar skyldi
enginn eitt orð í íslenzku; en jeg skyldi og
talaði þá orðið nokkuð í dönsku, því jeg var
svo heppinn, að jeg var með skemmtilegum
og þægilegum manni á dampinum fram,
herra Sigmundi Guðmundssyni, prentara Isa-
foldar, er kunni vel dönsku. Hann leiðbeindi
mjer, og lærði jeg af honum mjög margt í
dönsku, og kom það mjer að góðu gagni.
(Eiríkur Ólafsson 1878:21)
Vegna skyldleika íslensku og Norðurlanda-
mála og vegna þess hve lík menningin er
ætti Islendingum að veitast auðvelt að læra
þessi mál.
Það er allavega í öllu meira ráðist ef læra
á japönsku eða kínversku en dönsku eða
ensku. Málin eru gjörólík að uppbyggingu
og menningin er framandi. Samkvæmt
munnlegum heimildum mínum eiga Kín-
verjar mun ileiri tákn en Japanar en báðar
þjóðir hafa gert sér far um að einfalda og
fækka táknunum. Til þess að teljast læs þarf
maður að hafa u.þ.b. 2000 tákn á valdi sínu
og til þess að geta lesið dagblöð eða sér-
hæfðar bækur er vart hægt að komast af með
færri en 3000 kínversk tákn. Japani, sem
hefur vald á 2000 táknum, telst ágætlega læs
á venjulegt nútímamál en lestur fræðilegra
texta útheimtir skilning á fleiri táknum. Hér
við bætist að þar sem táknum hefur verið
fækkað og þau einfölduð er erfitt að lesa
texta sem eru ritaðir fyrir 1900.
I umræðu um tungumálanám er því
stundum haldið fram að valið standi um að
læra t.d. annaðhvort Asíumál eða Norður-
landa- eða önnur Evrópumál. Þetta er að
mínu viti alrangt. Því meiri málakunnáttu,
sem nemendur búa yfir, því auðveldara
reynist þeim að læra ný mál. Og ekki má
gleyma að góð kunnátta í móðurmálinu er
haldbesta hjálpartækið í öllu frekara mála-
námi. Persónulega er mér kunnugt um nem-
endur sem hafa hafið japönskunám í Banda-
ríkjunum, Þýskalandi og Danmörku og
haldið síðan til frekara náms í Japan. Þannig
verður enskan, danskan og þýskan lykill að
Asíumálum.
Eins og áður hefur verið nefnt er löng
hefð fyrir því að Islendingar sæki nám til
útlanda. Skv. greiningu, sem ArbejdsMarlc-
edsPolitisk Agenda hefur gert á grundvelli
tölulegra upplýsinga í Nordisk statistisk
árbog 2001, voru hlutfallslega flestir ís-
lenskir námsmenn við nám erlendis af
Norðurlandaþjóðunum árið 1999 eða alls
20% háskólanema. Til samanburðar má
nefna að aðeins 7% norskra og sænskra
námsmanna stunduðu nám erlendis og ein-
ungis 2% finnskra og danskra námsmanna
(Danske studerende bliver hjemme, bls. 5).
En hvert sækja íslenskir námsmenn í
framhaldsnám? Tafla 3 sýnir yfirlit yfir fjölda
umsækjenda um lán hjá LÍN vegna náms í
helstu námslöndum utan Norðurlanda en
tafla 4 sýnir fjölda umsækjenda á Norður-
löndum.
20