Málfregnir - 01.12.2001, Síða 22

Málfregnir - 01.12.2001, Síða 22
Ég hef ítrekað mikilvægi þess að nota móðurmál útlendinga í samskiptum við þá, t.d. í ferðaþjónustu, viðskiptum og í námi. I því felst ákveðið viðhorf, afl eða þjónusta sem getur skipt sköpum um það hvort árangur náist. Tungumál opna dyr, ekki einungis í samskiptum þjóða, heldur einnig að hjörtum einstaklinga. Ekki má gleyma að athafnir fylgja oft orðum. Máli mínu til stuðnings langar mig til þess að rifja upp bréf sem birtist í Velvakanda 24. október 1992: Eg er ríkisborgari Georgíu og á heima í Tbílísí (eða Tvílýsi eins og H.K. Laxness kallar það svo skáldlega). Ég er lögfræð- ingur að atvinnu og heiti Grigol Matsja- variani. Ég er 29 ára gamall. Mörgum hef ég skrifað svipað bréf til Islands en „Moggi“ er síðasta höfn mín ... Elska og virðing til Is- lands létu mig taka mér íslenskunám fyrir hendur. Kennaraleysið hindraði mig ekki; ég tók mig til og fór að læra orða eða máltæki af íslensk-rússnesku orðabókinni eins og páfugl og var ég þá bara skólapiltur; en íslenskar bækur hafði ég ekki lesið. Georg- ísk-íslensk orðabók var ekki til en rússnesku kunni ég illa. Þá lærði ég rússnesku til þess að læra íslensku. Bréfið frá Grigol Matsjavariani vakti mikla athygli á sínum tíma og í framhaldi af því buðu íslensk stjómvöld honum til 6 mánaða dvalar á Islandi. Hér var það tungumála- kunnátta og -áhugi sem allt valt á. Til frekari áréttingar langar mig til þess að nefna annað dæmi. Þegar sendiherra Japana, hr. Kawai, sem hefur aðsetur í Osló, heim- sótti Reykjavík nú í byrjun nóvember hóf hann ræðu sína á íslensku og sagði: Gott kvöld dömur mínar og herrar. Japan og Island opna sendiráð í löndum hvors annars á þessu ári. Mér er það mikil ánægja að ræða okkar mikilvægu tengsl í dag. (Upphaf ræðu sem flutt var á Kjarvalsstöð- um 4. október 2001.) Sendiherrann lagði sig eftir því að bera orð- in rétt fram og hann bað viðstadda velvirð- ingar á því að geta ekki haldið ræðuna alla á íslensku. Öll höfum við upplifað hve vænt okkur þykir um að útlendingar leggi sig eftir því að læra íslensku. Væntanlega er þessu ekkert öðruvísi farið með aðrar þjóðir. Það er sérstök virðing fólgin í því að leggja sig eftir menningu og tungu annarra þjóða. Stöðugt fleiri leggja nú stund á íslensku- nám við erlenda og innlenda háskóla og auk þess eru sífellt fleiri útlendingar sem dvelj- ast hér á landi og sem þurfa eða vilja til- einka sér íslensku sem annað mál. Huga þarf sérstaklega að þörfum þessa fólks. Islendingar eiga að einsetja sér að verða í fremstu röð í tungumálakennslu, hvort sem um er að ræða kennslu erlendra mála eða íslensku sem annars eða erlends máls. Ég hef áður nefnt að almenn sátt virðist hafa verið um að flestir Islendingar læri a.m.k. 3- 4 erlend mál. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst spumingin um það hve mörg mál á að kenna ekki bara um að tileinka sér tungumál í sjálfu sér, heldur snýst hún einnig um menningarpólitík. Þá grundvallarspumingu hvort við kjósum menningarlega fjölbreytni eða einsleitni í þjóðfélaginu. Til að tryggja menningarlega fjölbreytni og til að mæta aukinni þörf fyrir tungumálakunnáttu á öll- um sviðum er mikilvægt að efla tungumála- kennslu í landinu. Nýta þarf tölvur og tungutækni í þágu málanáms og sem hjálp- artæki þýðenda og annarra sem hafa með höndum textagerð á erlendum máluni. Stór- auka þarf rannsóknir á erlendum málum og málanámi í því skyni að bæta árangur kennslunnar. En hafa þarf hugfast að skól- amir eru ekki í tómarúmi og því skipta við- horfin í þjóðfélaginu miklu máli og geta haft afgerandi áhrif á hve fúsir nemendur eru til þess að takast á við málanámið. Ahugi nem- enda er lykill að árangri. Fjölmiðlar og ráða- menn verða að vera ákveðin fyrirmynd sem sendir skýr skilaboð út í þjóðfélagið. Skila- boð um að tungumálakunnátta og rnenn- ingarleg fjölbreytni sé eftirsóknarverð. Ef 22

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.