Málfregnir - 01.12.2001, Qupperneq 25

Málfregnir - 01.12.2001, Qupperneq 25
GUÐRÚN KVARAN Málfar í stjórnsýslu Eftiifarandi erindi flutti Guðrún Kvaran á málþingi um málfar í opinberum skjölum 29. september 2001. Auk Guðrúnar fluttu þar erindi Sigrún Þorgeirsdóttir, Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytis, Anton Helgi Jónsson, rithöfundur og framkvœmdastjóri auglýsinga- stofunnar Tunglsins, Hjördís Hákonardóttir héraðsdómari og Svala Valdemarsdóttir, rit- stjóri hjá Alþingi. íslensk málstöð stendur í dag fyrir málþingi um rnálfar í opinberum skjölum og ég var beðin um að ræða um efnið á almennum grunni, þ.e. hvað átt sé við með málfari í stjómsýslu. Að undanförnu hef ég spurt þá sem ég hef mætt á fömunt vegi hvað þeir telji átt við þegar svona er tekið til orða. Langflestir sögðu: „Það er sama og stofn- anamál." Talað er um stofnanamál, menn skammast út í stofnanamál en hvað er svo stofnanamál, hver eru einkenni þess og hverjir skrifa það? Ef ég spurði um þetta varð færra um svör en flestir töldu þó að aðaleinkennin væru klúðurslegur, þungur stfll, ofnotkun nafnorða, langar samsetning- ar og óeðlileg orðaröð. En þetta er ekkert nýtt fyrirbrigði sem allt í einu er að hertaka íslenskar stofnanir. A 19. öld var algengt að skammast út í kansellístílinn sem sam- kvæmt Orðabók Menningarsjóðs er ‘emb- ættisbréfastíll með flókinni og samanskrúf- aðri orðskipan; samanbarinn og tilgerð- arlegur flækjustill’ (481). Sá stíll hafði þá verið notaður nokkuð lengi einkum í dómskjölum, lögþingsbókum og öðrum opinberum stjómsýsluritum. Hann hefur lítið verið rannsakaður málfræðilega, að því er ég best veit, og sama gildir um stofnana- málið. Eg hef ekki fundið margar skilgrein- ingar á því hvað stofnanamál sé. Halldór Halldórsson prófessor minntist reyndar á það í greininni Um málvöndun sem prentuð er í ritinu Mál og túlkun frá 1981. Hann segir: „Eg vil að lokum ekki láta hjá líða að minnast á hið svo kallaða stofnanamál - kansellístíl nútímans. Þetta böksulega og samanbarða mál, sem tröllríður ekki aðeins íslenzku þjóðinni, heldur mörgum öðrum og kallað er á ensku offtcialese, verður að taka til alvarlegrar meðferðar. Vitanlega er það fyrst og fremst hlutverk stjórnmálamanna og embættismanna að glíma við þennan draug, en þeir þurfa vafalaust aðstoðar við. Sumar þjóðir hafa gefið út leiðbeiningar til þess að hamla á móti þessu fári. Þessi samanrekni stfll gerir hugsunina óskýra, stuðlar að þokulegu ntálfari og þokulegri hugsun“ (1981:222). Olafur Jónsson bókmenntafræðingur spurði í greininni Hvíld er góð: „Eru ekki „stofnanamál" og „þýðingamál" tvær kvísl- ar einnar og sömu málleysu-móðu sem kann að eiga upptök sín í misheppnaðri móður- máls- og tungumálakennslu?“ (1986:206). Armann Halldórsson, fv. safnvörður á Egils- stöðum, benti í Sveitarstjórnarmálum (1986:123) á að: „Það væri gott viðfangs- efni fyrir málrannsóknarmenn að gera málfarssögu sveitarstjómar frá dönsku- skotnum kansellístíl til stofnanamáls nútím- ans skil.“ Það kæmi mér ekki á óvart að niðurstaða slíkrar rannsóknar yrði að kansellístíllinn hafi ekki horfið heldur aðeins breyst og fengið nýtt nafn. Það er forvitnilegt að velta því fyrir sér hvað það sé sem verður þess valdandi að menn senda frá sér texta á „böksulegu og samanbörðu“ máli. Astæðan er auðvitað margþætt. Sumum lætur einfaldlega verr að skrifa en öðrum þótt þeir leggi sig alla fram 25

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.