Málfregnir - 01.12.2001, Side 26
en nokkrir þættir gætu þó verið ýmsum sam-
eiginlegir. Ég ætla aðeins að nefna fjóra og
mætti kalla hinn fyrsta Hrœðslu við ein-
faldan stíl.
Fyrir fáeinum miserum varð ég fyrir svör-
um þegar blaðantaður hringdi til Orðabókar
Háskólans og leitaði ráða. Fram undan var
svonefnd friðarvika og hann ætlaði að taka
fólk tali og leggja fyrir það þessa spumingu:
Hver er grundvöllur skoðunar þinnar áfrið-
annku? Nú langaði hann að vita hvað okkur
þætti um orðalagið. Ég svaraði því til að mér
þætti það harla vont og spurði hvers vegna
hann vildi endilega nota grundvöllur sem
reyndar er eitt af ofnotuðum orðum líkt og
alfarið og sambandið að vera í stakk búinn
sem hver étur upp eftir öðrum í tíma og
ótíma. Og ég spurði enn hvers vegna hann
segði ekki einfaldlega Hver er skoðun þín á
friðarviku? Hvaða álit hefur þú áfi iðarviku?
eða aðeins Hvað finnst þér um friðarviku?
Hann virtist í fyrstu hissa en sagði síðan: „Ef
ég spyr svona beint er ég þá ekki orðinn of
persónulegur? Finnst mönnum spumingin þá
ekki of bamaleg?“ Og þar lá hundurinn graf-
inn. Astæðan fyrir þyngslalegri spumingu
var óttinn við að skrifa of einfalt mál og sú
trú að að baki samanhamraðra setninga hljóti
að felast mikil speki. En blaðamaðurinn er
ekki einn um þessa skoðun og þetta er ekki
séreinkenni stofnanamáls þótt þess sjáist þar
víða merki, heldur hygg ég að meinsins sé að
leita í vantrú margra á einföldu máli og í
þeim misskilningi að því meira mark sé tekið
á bréfum eða greinum þeim mun saman-
skrúfaðri sem textinn sé.
Annan þátt mætti nefna stirðnað orðalag
en með því á ég við málsgreinar sem byggja
á gamalli hefð innan stofnana og enginn
hugsar um að færa til betri vegar. Ut úr einni
slíkri var einu sinni snúið í Sandkornum í
DV enda bauð hún upp á það sjálf. Um var
að ræða auglýsingu frá sjávarútvegsráðu-
neytinu sem hófst svona:
Með tilvísun til laga nr. 81 31. maí 1976 um
veiðar í fiskveiðilandhelgi Islands með
áorðnum breytingum og reglugerðar nr. 44
8. febrúar 1984 um stjórnun botnfiskveiða
veitir ráðuneytið leyfi tii þess að veiða á
ofangreindu fiskiskipi eftirgreint aflahámark
neðangreindra botnfisktegunda ...
og síðan hófst upptalning. Öll kannist þið
við klausur líkar þessari sem með lagni
mætti setja fram á einfaldari hátt.
Þriðja þáttinn mætti nefna erlend áhrif.
Þar á ég ekki við tökuorð eða slettur sem
komu svo ríkulega fram í kansellístflnum,
heldur stflblæ textans. Ymsir þeirra sérfræð-
inga, sem vinna við skýrslugerð af ýmsu
tagi, eru menntaðir erlendis. Þeir hugsa
ntargir um sérsvið sitt á máli þess lands sem
þeir lærðu í og skrifa oftast um það á sama
máli. Orðin í skýrslunum eru að vísu íslensk
en setningaskipan og form er erlent. Ég
sagði að orðin væru íslensk en oft er aðeins
um að ræða lauslega þýðingu erlendra hug-
taka sem almennur lesandi á erfitt með að
átta sig á. Oft er hreinlega verið að þýða er-
lendar greinar eða skýrslur í flýti til að koma
ákveðnum upplýsingum á framfæri sem
fyrst og er þá komið að fjórðu ástæðu þess
að stofnanamál verður til og nefna mætti
tímaskort. Þessi ástæða er ef til vill sú
algengasta. Allir eru að flýta sér og allt þarf
að gera strax. Fyrir kemur að búið er að
senda í prentsmiðju og jafnvel prenta það
sem eftir er að lesa yfir.
Nýlega arlnaðist ég símavörslu á Orðabók
Háskólans. Ungur maður í stjómsýslu hér í
borg hringdi og spurði hvort hann mætti lesa
upp fyrir mig texta sem hann hefði verið að
snara úr ensku yfir á íslensku og fengið
athugasemdir við. Ég sagði að það væri í
lagi og hann hóf lesturinn. Eftir stutta stund
bað ég hann að byrja aftur af því að ég hefði
misst þráðinn, textinn væri ærið óskýr ef
ekki illskiljanlegur á köflum. „Ég má ekkert
vera að því að eyða meiri tíma í þetta,“ sagði
hann þá, „þetta á að vera farið í prentun. Má
ég ekki bara „meila“ þetta til þín? Þú ert
enga stund að laga þetta og sendir mér það
bara á eftir. Ertu ekki alltaf að svoleiðis
26