Málfregnir - 01.12.2001, Qupperneq 27

Málfregnir - 01.12.2001, Qupperneq 27
hvort sem er? Annars verður þetta bara að fara svona.“ Ég varð því miður að hafna þeirri beiðni sakir tímaskorts og veit ekki hvað um textann varð. Þessi fjögur atriði eru oft undirrót lélegs texta en engin gagnrýni er réttlætanleg ef sá sem gagnrýnir rífur aðeins niður en bendir ekki á hvaða leiðir séu til úrbóta. Það lætur ekki öllum jafnvel að skrifa bréf, skýrslur eða greinargerðir eins og ég sagði áðan. En mikilvægt er að sá sem skrifar viti nákvæm- lega um hvað hann ætlar að skrifa og hafi kynnt sér viðfangsefnið vel. Þetta á einnig við ef sá hinn sami tekur að sér að koma er- lendu efni yfir á íslensku. Að skrifunt lokn- um ætti hver og einn að spyrja sjálfan sig í fullri hreinskilni: 1) hef ég skilið verkefni mitt? 2) hef ég komið því til skila sem ég ætlaði að segja? og 3) eru líkur til þess að lesandi eða áheyrandi skilji þann texta sem ég er búinn að skrifa? Þessi atriði hljóma eins og hver önnur sjálfsögð sannindi en mörgum getur reynst erfitt að svara þeim játandi ef þeir staldra við og hugsa í alvöru um það sem á pappírnum er. Ef svarið er „nei“ réttlætir tímaskortur ekki að textinn sé sendur áfram. Mikilvægt atriði, sem oft vill sitja á hak- anum, er að velja hugsunum sínum rétt orð því að aðeins með því að klæða þær réttum búningi er von til þess að þær komist til skila. Sumir virðast telja að með því að nota löng, samsett eða tæknileg orð, sem raðað er saman í langar og flóknar setningar, geti þeir aflað sér virðingar hjá lesanda sem hljóti að telja að mikil kunnátta liggi að baki þessum skrifum. I lauslegri athugun, sem gerð var á lengd orða í seðlasafni Orðabók- arinnar, kom í ljós að orð eru sífellt að . lengjast. Á 16. öld var meðallengd orða 8,5 ' stafir, á 17. öld 9,5 en í lok 20. aldar 12,5 stafir. Ástæðan fyrir þessu er hinar allt of löngu og óþörfu samsetningarunur. Ég ætla að nefna nokkur dæmi sem öll eru úr greinum um iðnaðar-, útvegs-, stjómsýslu- og félagsmál sem birst hafa í Sveitarstjórn- armálum: botnvörpuútgerðarkostnaður þar sem hægt væri að nota kostnaður vegna botnvörpuútgerðar,olíukyndingaeftirlitsmað- ur í stað eftirlitsmaður með olíukyndingum, borgarfulltrúaformaður í stað formaður borgaifulltrúa, peningasköpunarhlutverk bankakerfisins í stað hlutverk bankakerf- isins til að ávaxta peninga. Fleiri orð mætti nefna eins og almenningsvagnaþjónusta, atvinnuleysissjóðsstjóri, barnagœsluvanda- mál, brottflutningsbyggðasvœði, byggingar- umhvetfislegur, eignaraðildarbreyting, elli- heimilisframkvœmd, ferðatannlœkninga- tœki, fjarvarmaveituframkvæmd, fram- leiðniaukningarmöguleiki, fólksfœkkunar- framlag,fólksfœkkunarhérað, helgidagsvitj- unargreiðsla og ótal mörg fleiri. Ekkert þessara orða, sem eru allt upp í 10 atkvæði, er nauðsynlegt og í öllum tilvikum hefði verið auðvelt að orða mál sitt án þess að grípa til samsetninga af þessum toga. Þriðja og síðasta atriðið, sem ég ætla að nefna og er mikilvægur þáttur í samskiptum ritanda og lesanda eða hlustanda, er ein- faldur stíll og stuttar setningar. Hvers vegna skyldu svo margir velja flækju í stað ein- faldleika? Orðin, sem notuð eru í slíkum texta, geta öll verið kórrétt samkvæmt orðabókum og eru notuð í réttri merkingu. Þau eru beygð á réttan hátt og standa í réttum föllum en samt kemst það illa til skila sem ætlunin var að segja nema lesandi fari tvisvar eða jafnvel oftar yfir máls- greinina. Áheyrandi missir þráðinn. Ég mundi eftir grein sem ég hafði lesið þegar ég var að reyna að kynna mér frumvarp til laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Mér er þessi grein sérstaklega minnisstæð vegna þess hve erfiðlega mér gekk að lesa hana til enda og var hún þó ætluð breiðum lesenda- hópi, m.a. í stjómsýslu. Eitt dæmi hafði ég skrifað upp og lagt í skrifborðsskúffuna mína. Mér hafði láðst að skrifa hjá mér heimildina en ég les dæmið samt. Það er svona: Enn fremur er gert ráð fyrir að heimila inn- heimtumönnum þinggjalda og sveitarsjóðs- 27

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.