Málfregnir - 01.12.2001, Side 34

Málfregnir - 01.12.2001, Side 34
niðurstöður okkar Joan til að nýja setninga- gerðin í íslensku sé ný gerð ópersónulegrar germyndar sem er að þróast út frá hefðbund- inni þolmynd í málinu. Nýja setningagerðin í íslensku virðist hegða sér setningafræði- lega séð eins og svokölluð -no/ío-setninga- gerð í pólsku og svokölluð „óbeygjanleg" setningagerð í írsku, m.a. með tilliti til aftur- beygðra fornafna, sjá dæmin í (7). hafa verið nefnd dæmi um hana af og til í málfræðiritum og Helgi Skúli Kjartansson ritaði athyglisverða grein um þessa mál- breytingu í Skímu 1991. Við Joan Maling hófum að rannsaka þessa nýju setningagerð árið 1996. Þá stóðum við að lítilli frumathugun á þessari setningagerð í Reykjavík og á tveimur stöðum úti á landi (sjá Aðalheiði Þ. Haraldsdóttur 1997, Guð- (7) Afturbeygt fornafn í nýju setningagerðinni í íslensku a. Það var leikið sér allan daginn b. Síðan er tekið sér augnablikshvíld frá matargerðinni... c. Það var horft á sjálfan sig í speglinum Hér virðist því vera um hliðstæða þróun í pólsku, írsku og íslensku að ræða. Rétt er að taka fram að þessi nýjung í pólsku og írsku er nokkur hundruð árum eldri en í íslensku og ljóst er að pólska og írska hafa ekki haft þessi áhrif á íslensku. Miklu líklegra er að þessi hliðstæða þróun í málunum stafi af sameiginlegri tilhneigingu í þessum (fjar)- skyldu indóevrópsku málum. 3. Rannsókn okkar á þessari nýju setn- ingagerð í íslensku Hingað til hefur lítið verið minnst á nýju setningagerðina í íslenskum málfræðiritum. Eins og kemur fram í (8) var að því er við best vitum fyrst minnst á hana í cand. mag. ritgerð Helga Bernódussonar (1982). Síðan björgu M. Björnsdóttur 1997, Joan Maling og Sigríði Sigurjónsdóttur 1997). Fljótlega eftir þetta fórum við að undirbúa mjög viða- mikla athugun á þessari nýju setningagerð. Við hönnuðum spumingablað og veturinn 1999-2000 réðum við aðstoðarmenn sem lögðu spumingablaðið fyrir 1731 nemanda í 10. bekk (15-16 ára unglinga) í 65 skólum um allt land. Þetta þýðir að við prófuðum 45% árgangsins (unglingar fæddir árið 1984). Spumingablaðið var einnig lagt fyrir 205 fullorðna um allt land. Spumingablaðið var með 68 setningum í handahófskenndri röð. 17 þessara setninga voru svokallaðar viðmiðunarsetningar og voru þær sumar tækar en aðrar ótækar. Þess- ar viðmiðunarsetningar voru m.a. notaðar til (8) Nýja setningagerðin í málfrœðiritum hingað til a. Það var hjálpað mér í skólanum (Helgi Bemódusson 1982:212) Það var barið mig (Helgi Bernódusson 1982:242, neðanmg. 45) Það var skilið mig eftir b. Helgi Hálfdanarson, Gœtum tungunnar (1984:31), Málvilla 174 Heyrst hefur: Það var sagt honum að fara RÉTT VÆRI: Honum var sagt að fara Leiðréttum þetta hjá bömunt c. ?Það var fleygt bókunum (Jón Friðjónsson 1989:81) ?Það var saknað stráksins d. Það var kosið hana í gær (Halldór Ármann Sigurðsson 1989:355) e. Var beðið þig að skrifa? (Helgi Skúli Kjartansson 1991:18-22) Það var strítt henni allan veturinn 34

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.