Málfregnir - 01.12.2001, Blaðsíða 37

Málfregnir - 01.12.2001, Blaðsíða 37
ann við prófið og fyllt spurningablaðið út af stakri samviskusemi. Það bendir t.d. til áreiðanleika niðurstaðna okkar að hlutfall jákvæðra svara hjá ungling- unum er svipað og hjá fullorðnum í viðmið- unarsetningunum, hvort sem þær eru tækar eða ótækar. Meðalhlutfall jákvæðra svara fyrir unglinga í hinum 11 tæku viðmiðun- arsetningum er t.d. 93%. Sama hlutfall hjá fullorðnum er 94%. Eins og sést á þessum tölum eru niðurstöðumar þær sömu fyrir unglinga og fullorðna. Einnig er nær enginn munur eftir landsvæðum (ekki heldur á svæðinu vestan Elliðaáa og öðrum svæðum). Ein af hinum tæku viðmiðunarsetningum er gefin í (12a). Þetta er setning í hefðbundinni þolmynd. í fyrri dálknum í töflunni í (13) birtum við niðurstöður úr hverjum lands- hluta fyrir þessa setningu. Niðurstöður okkar sýna svipað hlutfall jákvæðra svara hjá ung- lingum og hjá fullorðnum. Auk þess að sýna fram á áreiðanleika niðurstaðna okkar þá sýnir þessi niðurstaða að hin nýja setninga- gerð og hefðbundin þolmynd útiloka ekki hvor aðra. Þannig samþykkja margir ung- lingar nýju setningagerðina og þessir sömu unglingar samþykkja einnig hefðbundnar þolmyndarsetningar. Þessi niðurstaða bendir til að hér stefni í sömu þróun og hefur þegar átt sér stað í pólsku en eins og sýnt var í dæmi (5) þá hefur pólska bæði hefðbundna þolmynd og hina svokölluðu -no/to-setn- ingagerð. í írsku, þar sem svipuð málbreyt- ing átti sér stað, hvarf hins vegar hefðbundin þolmynd við það að hin nýja setningagerð kom fram (sbr. Maling 1993). (12) Dœmi um tœka og ótœka viðmiðunar- setningu í prófinu a. Olafur var rekinn úr skólanum (Tæk viðmiðunarsetning) b. *Haraldur er enn þá veikt (Otæk viðmiðunarsetning) Ein af hinum fimm ótæku viðmiðunarsetn- ingum er gefin í (12b). I seinni dálknum í töflunni í (13) birtum við niðurstöður úr hverjum landshluta fyrir þessa setningu. Niðurstöður okkar sýna heldur hærra hlutfall jákvæðra svara hjá unglingum en hjá full- orðnum, að meðaltali er ntunurinn um 5-6%. Þessi niðurstaða bendir til að ef einhver skekkja er í niðurstöðum okkar þá komi hún einkum fram í því að unglingarnir samþykki setningar sem þeim þykja í raun ótækar. Þessi skekkja ætti þó ekki að vera meiri en 5-6%. 5. Félagslegir þættir 5.1 Hefur kyn ntálhafa og menntun for- eldra áhrif á notkun þessarar nýju setn- ingagerðar? Eins og komið hefur fram fylgdi spurninga- blaðinu blað þar sem nemendur voru m.a. beðnir um að gefa upp kyn sitt og menntun (13) Hlutfall jákvœðra svara í hverjum landshluta fyrir viðmiðunarsetningarnar í (12) Tæk setning Ótæk setning Landshluti Unglingar Fullorðnir Unglingar Fullorðnir Vesturland 99% 100% 6% 3% Vestfirðir 98% 96% 9% 0% Norðurland 99% 96% 3% 0% Austurland 100% 95% 6% 0% Vestmannaeyjar 97% 100% 14% 6% Suðurland 100% 100% 5% 0% Suðumes 99% 100% 7% 0% Uthverfi Reykjavíkur 98% 100% 5% 0% Reykjavík vestan Elliðaáa 96% 6% 37

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.