Málfregnir - 01.12.2001, Page 40

Málfregnir - 01.12.2001, Page 40
hins vegar ekki slíkar setningar. Elstu dæmi um þessa nýju setningagerð, sem við vitum um, eru frá því um 1968. Þá bjó kona á Akranesi sem minnist þess að hafa orðið skelfingu lostin þegar hún heyrði eitt bama sinna segja setninguna í (16a). Þessi kona bjó á Akranesi á árunum 1961-1971 og segir að slík málnotkun hafi verið orðin nokkuð algeng hjá bömum þar um 1968. Dóttir þess- arar konu tekur undir þetta og man vel eftir leiðréttingum móður sinnar. Frá Akranesi fluttu þær mæðgur síðan til Reykjavíkur 1972 en þar urðu þær lítið sem ekkert varar við þessa nýju setningagerð (sjá Aðalheiði Þ. Haraldsdóttur 1997:22). Þótt þessarar nýju setningagerðar gæti 6. Lokaorð Að lokum er eðlilegt að velta því fyrir sér hvers vegna þessi breyting er að verða í íslensku. Þó við höfum ekki svar við þeirri spumingu á reiðum höndum er rétt að benda á að samkvæmt rannsóknum Joan Maling (1993) þróaðist svipuð setningagerð og nú er að koma fram hér í írsku og pólsku fyrir nokk- ur hundmð ámm. Hér virðist því vera um hlið- stæða þróun í írsku, pólsku og íslensku að ræða. Rétt er að taka fram að þessi nýjung í írsku og pólsku er nokkur hundruð árum eldri en í íslensku og ljóst er að írska og pólska hafa ekki haft þessi áhrif á íslensku. Þessi breyting í íslensku virðist því ekki stafa af erlendum áhrifum og það er rétt að nefna að þessi setn- (16) Dœmi um nýju setningagerðina hjá fullorðnum a. „Það var gefið mér nammi“ b. „Það er mótmælt þessum vinnubrögðum“ c. „Það var truflað mig í lok þáttarins" d. „Það var jarðað hann í gær“ (kona fædd á Akranesi 1958) (karl fæddur á Vestfjörðum 1942) (karl fæddur á Norðurlandi 1950) (karl fæddur á Norðurlandi 1941) mest í talmáli bama og unglinga, þá eru dæmi þess að henni bregði fyrir í máli fullorðinna, eins og dæmin í (16b-d) sýna. Þetta eru nýleg dænti úr talmáli miðaldra fólks sem málfræðingar, málfarsráðunautar og prófarkalesarar hafa sent okkur. Athyglisvert er að allt þetta fólk er utan af landi en niðurstöður rannsóknar okkar benda einmitt til að þessi málbreyting sé lengra komin úti á landi en í Reykjavík. Einnig sýna dæmin í (17) að ung börn nota þessa nýju setningagerð og dæmið í (17c) sýnir að þau virðast rétt eins og unglingar nota þessa nýju setningagerð jafnhliða hefðbundinni þolmynd (siá Aðalheiði Þ. Haraldsdóttur 1997:23). ingagerð er ekki til í ensku þannig að við getum ekki kennt enskum áhrifum um þessa breytingu. En þar sem svipuð breyting hefur átt sér stað í írsku og pólsku er hér greinilega um „náttúrulega breytingu“ að ræða sem getur átt sér stað í mannlegu máli (sjá í þessu sam- bandi umfjöllun Margrétar Guðmundsdóttur 2000 um líklegar og ólíklegar málbreytingar). Eftir því sem við best vitum er ekkert sem bendir til að svipuð breyting sé að verða í hin- um norrænu málunum. T.d. má nefna að óper- sónuleg þolmynd í norsku hegðar sér ekki eins og nýja setningagerðin í íslensku í sambandi við afturbeygð fomöfn. Þannig em setningamar í (18) ótækar en sambærilegar setningar em tæk- ar (eða svo gott sem) í íslensku, sjá dæmi (7). (17) Dœmi úr barnamáli a. Það var fundið peysuna mína í dag b. Það hefur verið gefið þér oft kökur c. Rebekka: Það er bundið honum Móðir: Hvemig er þetta með karlinn? Rebekka: Hann er bindaður (8 ára) (Nýja setningagerðin) (8 ára) (Nýja setningagerðin) (3 ára) (Nýja setningagerðin) (Hefðbundin þolmynd) 40

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.