Málfregnir - 01.12.2001, Blaðsíða 52
Þrjár fyrstu greinarnar í þessu tölublaði Málfregna, eftir þau Kristján Árnason, Ara Arnalds
og Auði Hauksdóttur, voru upprunalega erindi sem flutt voru á málræktarþingi 17.
nóvember 2001. Aðalefni málræktarþings 2001 var íslenska á evrópsku tungumálaári.
Að auki er í þessu tölublaði erindi Guðrúnar Kvaran frá málþingi 29. september 2001 um
málfar í opinberum skjölum, grein eftir Sigríði Sigurjónsdóttur og Joan Maling um setn-
ingafræðilegt fyrirbæri sem skotið hefur upp kollinum í íslensku og gengið undir nafninu
„ný þolmynd" og loks grein eftir formann Færeyskrar málnefndar, Jógvan í Lon Jacobsen,
um afstöðu til færeyskra íðorða.
Stjórn íslenskrar málnefndar 1998-2001. F.v. Jónas Kristjánsson, Kristján Árnason for-
maður, Sigríður Sigurjónsdóttir, Guðrún Kvaran varaformaður og Sigrún Helgadóttir.
Útgefandi Málfregna: íslensk málnefnd
Ritstjóri: Ari Páll Kristinsson
Ritstjóm og afgreiðsla: Islensk málstöð,
Neshaga 16, ÍS-107 Reykjavík
Sími: 552-8530. Bréfasími: 562-2699
Veffang: http://www.ismal.hi.is/
Netfang ritstjóra: aripk@ismal.hi.is
Áskriftarverð: 895 kr. (m. vsk.) á ári
Gutenberg
ISSN 1011-5889
ÍSLENSK MÁLNEFND