Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 9
löngum notið. Bendir hann á ýmsa annmarka á þýðingunni. Sérstök
athygli er vakin á útgáfu Nýja testamentisins árið 1609 þar sem ýmsar
breytingar voru gerðar á texta Odds. „Þessar breytingar höfðu það
meginmark að færa textann nær eðlilegu samtíðarmáli, lagfæra orðalag
og eyða ambögum og útlenskuslettum.“
Dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor spyr þeirrar spumingar hvort
biblíuþýðingar séu vísindi og kemst að þeirri niðurstöðu að þýðingar séu
listgrein er styðjist við vísindi. Hann lætur í ljósi þá von að æ ríkara
samstarf verði milli biblíufræðanna og íslenskra fræða „svo að helgar
ritningar beri ætíð vimi háleimm sannindum og kliðmýkt tungunnar".
Loks em birtir tveir ritdómar um íslensk guðfræðirit.
Samstarfssamningur HÍB og Guðfræðistofnunar
Á deildarfundi í guðfræðideild 12. september 1990 samþykkti deildin
fyrir sitt leyti samstarfssamning á milli Guðfræðistofnunar og Hins
íslenska Biblíufélags. Samningur þessi hefur átt sér langan aðdraganda og
mörg drög vom gerð áður en samkomulag tókst um eftirfarandi texta,
sem var undirritað 1. október 1990 af herra Ólafi Skúlasyni biskupi f.h.
Hins íslenska Biblíufélags og Jóni Sveinbjömssyni formanni stjómar
Guðfræðistofnunar.
1. Hið íslenska Biblíufélag og Guðfræðistofnun Háskóla íslands gera með sér
svofelldan samstarfssamning um þýðingu Gamla testamentisins, sem þegar er hafin.
2. Guðfræðistofnun ræður dr. Sigurð Öm Steingnmsson sem aðalþýðanda, sbr.
samning við hann dag . . . Ráðning annarra starfsmanna svo sem þýðenda,
aðstoðarmanna, málfarsráðunauta o.fl. er í höndum stjórnar Guðfræðistofnunar í
samráði við þýðingamefndina og þýðanda.
3. Stjóm Hins íslenska Biblíufélags skipar, í samráði við Guðfræðistofnun, fimm
menn í þýðingamefnd: einn samkvæmt tilnefningu biskups, annan tilnefndan af
Guðffæðistofnun, hinn þriðja tilnefndan af guðfræðideild H.IV hinn fjórða tilnefndan
af íslenskri málnefnd og hinn fimmta tilnefndan af stjóm H.I.B. Þýðingamefnd kýs
sér formann og setur sér starfsreglur í samræmi við erindisbréf sitt.
4. Framkvæmdanefnd verkefnisins skipa: Forseti Hins íslenska Biblíufélags
(formaður), fulltrúi Guðfræðistofnunar, framkvæmdastjóri /fulltrúi („koordinator")
H.Í.B., aðalþýðandinn og formaður þýðingamefndarinnar. Nefndjn heldur reglulega
fundi um framvindu verksins og framkvæmdaáætlanir. Fulltrúi H.Í.B. (,,koordinator“)
hefur með höndum umsjón fjármála þessa verkefnis.
5. Hið íslenska Biblíufélag greiðir allan launakostnað vegna þýðingarstarfanna, þ.e.
laun þýðenda, málfarsráðunauta, þýðingarnefndar og annarra starfsmanna.
Guðfræðistofnun leggur til húsnæði og aðra aðstöðu.
6. Með samningi þessum fylgir heildaráætlun um framvindu þýðingarstarfsins og er
áætlað að því ljúki eigi síðar en í júní 1998. í maí ár hvert gerir þýðingamefnd, ásamt
aðalþýðanda, áætlun um verkefni næsta árs ásamt sundurliðaðri kostnaðaráætlun og
leggur fyrir stjóm H.I.B. til samþykktar. x
7. Útgáfa Biblíunnar er í höndum H.Í.B., sem skipar útgáfunefnd undir forsæti
biskups íslands. Guðfræðideild H.í. tilnefnir einn mann í nefndina. Stefnt skal að því
að ný útgáfa Biblíunnar komi út árið 2000.
8. Telji annar hvor aðili að um vanefndir samningsins sé að ræða er heimilt að segja
honum upp með sex mánaða fyrirvara.
9. Samningur þessi er gerður í tveimur samhljóða eintökum og heldur hvor aðili
sínu.
7