Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 10
Gunnlaugur A. Jónsson
Erindisbréf þýöingarnefndar
Inngangur
íslenskar biblíuþýðingar hafa mótað málfar Islendinga um liðnar aldir. Ný íslensk
biblíuþýðing mun móta íslenskt málfar um komandi tíma og þess vegna er brýnt að
vandað sé til íslensks búnings hennar ekki síður en að nákvæmlega sé þýtt úr
frummálunum og jafnffamt tekið tillit til stfls frumtexta. Sú biblíuþýðing sem unnið er
að er kirkjubiblía og ber því einnig um stfl að taka tillit til breiðs lesendahóps, notkunar
í helgihaldi og íslenskrar bibh'uhefðar.
Hlutverk
Þýðingamefndin skal setja sér starfsreglur sem byggist á eftirfarandi atriðum.
Hlutverk þýðingamefndar Gamla testamentísins er:
1. að taka við tíllögum að þýðingu bóka Gamla testamentísins úr höndum þýðenda
og málfarsráðunauta.
2. að fara vandlega yfir textann einkum með tillití til íslensks málfars. Aður en
gengið er frá texta skulu breytingar kynntar þýðendum og málfarsráðunautum og
gengur þýðingamefnd frá endanlegri gerð textans að höfðu samráði við þá. Ef
ágreiningur verður um endanlega gerð textans sker meirihluti þýðingamefndar úr um
orðalag hans.
3. að sjá um kynningu á þýðingunni m.a. með því að senda þýðingartillögur til
ákveðinna manna (,referenta“) og taka við athugasemdum við þýðinguna.
4. að hafa ásamt þýðendum forgöngu um að fram fari umræður um
þýðingaraðferðir, um málfar þýðingarinnar, um hjálpargögn og annað sem snertir
lestur Biblíunnar.
5. að gera tillögur til Guðfræðistofnunar um mannaráðningar og semja
fjárhagsáætlun sem lögð er fyrir stjóm Hins íslenska Biblíufélags.
Aðdragandinn
Það þýðingarstarf sem nú hefur tekist samkomulag um á milli
Guðfræðistofnunar og Hins íslenska Biblíufélags var þegar nokkuð á veg
komið áður en Guðfræðistofnun varð aðili að málinu. Biblíuútgáfan 1981
átti aldrei að vera annað en bráðabirgðaútgáfa enda var þar aðeins um að
ræða nýja þýðingu á guðspjöllunum og Postulasögunni. Einungis voru
gerðar smávægilegar lagfæringar á öðrum hlutum Ritningarinnar. Um
aðdraganda þeirrar samvinnu sem nú er stefnt að um þýðingarstarfið
mætti skrifa langt mál, en hér verður látið nægja að nefna einungis fáein
meginatriði: Haustið 1986 fól Hermann Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Hins íslenska biblíufélags, þeim dr. Sigurði Emi Steingrímssyni og dr.
Þóri kr. Þórðarsyni að gera tilraunaþýðingu á Jónasarbók og Rutarbók.
Vann dr. Guðrún Kvaran, sem málfarsráðunautur, að þessu verki með
þeim, og var því lokið með bréfi til stjómar Hins íslenska biblíufélags
dagsettu 18. maí 1988. Dr. Sigurður Öm Steingrímsson var síðan ráðinn
hinn 1. nóvember 1988 um eins árs skeið og var sú ráðning endumýjuð
ári síðar. Hefur hann unnið einn að þýðingu Gamla testamentisins og
hefur þýtt Samúelsbækur, Konungabækur og Kroníkubækur. Hins vegar
hefur þýðingamefnd enn ekki yfirfarið þessar þýðingar dr. Sigurðar. En
vinna þýðingamefndar ætti að geta hafist fljótlega nú þegar samkomulag
hefur tekist um samvinnu milli Guðfræðistofnunar og Hins íslenska
Biblíufélags.
8