Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 11
Ámi Bergur Sigurbjömsson
Apokrýfar bækur
Gamla testamentisins
Hinar bækurnar
„Lögmálið, spámennimir og aðrir, sem koma á eftir þeim hafa veitt oss
mikið og margt, svo að ísrael á lof skilið fyrir menntun og speki.”
Þetta em upphafsorð formála Síraksbókar, sem rituð var á hebresku um
190 f.Kr. Formálann samdi bamabam höfundar sem sneri verki afa síns á
grísku um 130 f. Kr. Af þessum orðum formálans má ráða að „lögmálið”
og „spámennimir” em þegar skýrt afmarkaðir flokkar bóka. Þriðji
flokkurinn, „aðrir, sem koma á eftir þeim” sem formálinn nefnir líka
„hinar bækumar” em enn óafmarkaður flokkur að umfangi.
í útlegð Gyðinga í Babýlon á 6. öld f. Kr. hafði „lögmálið”, þ.e.
Mósebækumar fimm, tekið á sig það mót sem við þekkjum úr hebresku
ritningunni og spámannaritin jafnvel þegar á 4. öld. Þar áttu Gyðingar
mælisnúru á kenningar og breytni og einnig í „hinum bókunum”,
söguritum, sáímum, spekiritum. En lögmálið hafði hið æðsta kennivald-,
og trúnaður við það varðveitti sérstæði trúar og menningar Gyðinga í
útlegðinni sem var trú þeirra og siðum mikil áraun. Þeim duldist ekki að
það að trú þeirra, menning, siðir hurfu ekki í Babýlon og að þeir fengu
að snúa heim á ný var sáttmálstrúfesti Guðs að þakka og trúnaði þeirra
við lögmál hans.
Er hellenisminn breiddist út í kjölfar sigurfarar Alexanders mikla tók
enn að mæða mjög á trú og siðum Gyðinga. Grísk menningaráhrif flæddu
yfir og urðu alls ráðandi í umhverfi þeirra, einkum þeirra Gyðinga sem
bjuggu utan Gyðingalands. Þeir urðu að tileinka sér gríska tungu, annað
hvort sem sitt eina mál eða jafnframt arameisku. Ennfremur opnuðust
víðar gáttir fyrir andlegum straumum vestan að og austan. Þeirra strauma
gætti mjög í Palestínu og var tekið opnum örmum af ófám. Þau
menningaráhrif jukust til mikilla muna er landið komst undir stjóm
Seleukída 198 f. Kr. og urðu bein ógnun við allt sem Gyðingum var
helgast þegar Antiokkus IV. Epifanes reyndi árið 167 f. Kr. með valdboði
og kúgunaraðgerðum að steypa réttar- og stjómarfar, menningu og
trúarbrögð Gyðinga í hellenískt mót.
Þeir voru til í Gyðingalandi sem undu þessu allvel og fleiri sem
beygðu sig fyrir kúgaranum, sumir fúslega, aðrir miður svo. En hann
mætti líka harðri andspyrnu. Með brennandi ákefð og heilagri
vandlætingu snemst menn til vamar trú, tungu og siðum feðranna, til
vamar því að unnt væri að halda lögmálið.
9