Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 12
Ámi Bergur Sigurbjömsson
Makkabeabækumar era lifandi lýsing þeirra átaka sem bratust út milli
lögmálstrúrra Gyðinga og þeirra sem létu sig lögmálið litlu varða og
voru handbendi erlendra valdhafa. Þær lýsa því líka að þegar völd og
metorð era annars vegar þá hættir jafnvel bestu mönnum til að svíkja,
ekki bara sjálfa sig, heldur helgastan málstað, lögmálið. Blóðug átök
Makkabea-stríðanna leiddu til sigurs og sjálfstæðis þjóðarinnar en sá sigur
var aðeins að nafninu til og skammær þótt miklu væri til hans kostað. Það
er ekki ósennilegt að í þessari baráttu hafi hugtakið „gyðingdómur”
(ioudaismos) orðið til sem andheiti orðsins „hellenismi”. Alltént kemur
orðið gyðingdómur fyrst fyrir í 2. Makkabeabók 2,21; 8,1; 14,381.
Makkabear og fylgismenn þeirra gripu til vopna til varnar
gyðingdómi. Aðrir vörðust á öðram vettvangi, börðust andlegri baráttu
með penna að vopni til varnar lögmálinu, háðu trúarlega
menningarbaráttu bæði heima fyrir í Palestínu og utan lands. Mikill
fjöldi Gyðinga bjó í „drefingunni”, í misfjölmennum byggðum um
gjörvallt Miðjarðarhafssvæðið. Ávöxtur bókiðju þeirra var mikill og
ýmsar þeirra bóka sem settar vora saman í Palestínu á annarri og fyrstu
öld fyrir Krist vora þýddar á grísku og bárast víða meðal Gyðinga. Þær
bækur standa traustum rótum í bókmenntaarfleifð Gyðinga bæði að formi
og stíl og innihaldi og era á ýmsan hátt útlegging á boðskap „lögmálsins”
og „spámannanna” og „hinna bókanna” og urðu mörgum engu miður
helgar en „hinar bækumar,” fluttu þeim engu síður orð Guðs en hinar
eldri bækur og vora engu síður þeim álitnar gæddar anda hans. Hið sama
gilti og um margar þeirra bóka sem ritaðar vora á sama tíma á grísku af
Gyðingum í dreifingunni.
Sjötíumannaþýðingin og hinar bækurnar
Þegar á fjórðu öld fyrir Krist hafði fjöldi Gyðinga sest að í Egyptalandi
þar sem Alexandría varð glæst miðstöð mennta og menningar, um 200 f.
Kr. talin jafnoki Rómar og Karþagó. Þar var „lögmálið”, fimmbókarritið
þýtt úr hebresku á grísku um miðja 3. öld. Segir helgisögn 72 öldunga,
sex frá hverri hinna tólf kynkvísla Israels-, hafa annast þýðinguna en sú
tala breyttist síðar í 70 og dregur þýðingin nafn sitt af þeim, kallast
„Sjötíumannaþýðingin”, Septuaginta, auðkennd LXX. Síðar voru
spámannaritin þýdd og „bækumar hinar” og þessar þýðingar frá ýmsum
tímum og ólíkar ganga almennt undir sama nafni, LXX.
Áhrif þess að Gyðingar í dreifingunni, sem margir hverjir vora vart
og ekki mæltir á arameisku eða hebresku, eignuðust þannig heilaga
ritningu á grísku verða seint ofmetin. Það var í mörgum tilvikum
forsenda þess að þeim auðnaðist að komast í lífrænt samband við sögu og
meimingu feðra sinna og mótast af trú þeirra. Og LXX er ekki „aðeins
1 Birger Gerhardsson: Die Anfánge der Evangelientradition, Brockhus Verlag
Wuppertal,1972, s. 9-12.
10