Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 13
Apokrýfar bækur Gamla testamentísins
þýðing á gríska tungu heldur einnig umtúlkun opinberunar Gamla
testamentisins í anda og hugsunarmynstur hellenísks gyðingdóms.”2
Gyðingar utan heimalandsins voru auðvitað böm sinna heimahaga og
sterklega mótaðir helleniskum áhrifum, en það að þeir áttu LXX gerði
þeim kleift að halda trúnað við arf feðranna, sáttmálann, lögmálið. Og
þeir voru engu síður en Gyðingar í Palestínu stoltir af fomri helgi
riminganna og sögu feðranna, baráttu þeirra og sigrum. Því reyndust þeir
engu síður löndum sínum í gamla landinu reiðubúnir til að halda uppi
vöm fyrir trú og siðu feðranna ef því var að skipta.
í Alexandríu var mikil bókiðja og bækur þaðan, sem sumar hverjar
níddu trú og siðu Gyðinga, fóm víða. Gyðingar þar eins og annars staðar
skirrðust ekki við að svara fyrir sig og var lítt gjamt í ritum sínum að
draga dul á fyrirlitningu sína á háttum og siðum og hjáguðadýrkun
heiðingja. Sagt hefur verið og með nokkmm, rétti þó harla djúpt sé tekið
í árina, að gjörvallar hellenískar bókmenntir Gyðinga frá Septuagintu til
Jósefusar við lok 1. aldar eftir Krist hafi haft að markmiði að fordæma
skurðgoðadýrkun og verja gyðingdóm fyrir ásókn slíkra áhrifa, einkum
með því að sýna fram á hve hjákátleg skurgoðadýrkunin væri.3
En vopn Gyðinga í því vamarstríði vom ekki fyrst og fremst árásir á
breytni og siðu annarra. Nær hendi margra höfunda og þeim haldbetri
verjur, svo mjög sem þau vopn léku þeim í hendi, var að lýsa gildi þess
og mikilvægi að lifa í samræmi við lögmálið helga. Þetta var viðfangsefni
bóka sem samdar vom í Palestínu og nutu mikillar hylli því þær vom
hver á sinn hátt vitnisburður um opinberaðan vilja Guðs, fluttu orð hans
og fylltu í huga margra flokk „hinna bókanna”. Þær vom þýddar á grísku
og urðu skjótt hluti „hinna bókanna” í LXX. Svo er um 1. Makkabeabók,
Bel og drekann, Júdítarbók, Viðbætur við Esterarbók, Tóbítsbók og Sögu
Súsönnu. Allar bera þær feimlausum trúnaði við trúar og bókmennatarf
Gyðinga vitni, og sama er að segja um bækumar sem ritaðar vom á
grísku á sömu öldum og áratugum utan Gyðingalands svo sem 2.
Makkabeabók og Speki Salómons. Þær síðasmefndu gefa ljóslega til kynna
þróun hugmynda sem lögmálið og spámennimir og hinar bækumar
geyma. Sú þróun birtist í nýju tungutaki sem sýnir áhrif helleniskrar
heimspeki. En þessi þróun hugmynda og nýsköpun orðfæris er fmmleg í
sönnustum skilningi þess orðs. LFm það ber Speki Salómons glöggt vitni
þó grísk áhrif hafi náð þar hvað lengst. Seinni helmingur bókarinnar er
að stómm hluta ritskýring exodus minnanna þar sem skáldlegu innsæi og
andagift er gefinn laus taumur.4 Höfundurinn færir foman arf í nýjan
búning, tjáir nýjan skilning á helgum arfi með nýjum hætti, lýsir íhlutun
Guðs í sögu þjóðar sinnar í árdaga og í æ ríkari mæli íhlutun hans í líf
einstaklinga með nýju orðfæri og nýju móti. En það er Guð feðranna,
2 Martin Noth: The Old Testament World, Adam & Charles Black, London 1966, s.
333.
3 D.S. Russell: Between the Testaments, SCM Press, London 1960, s. 16-17.
4 Hákan Ulfgard: Feast and Future, Almquist &Wiksell Intematíonal, Lundi 1989, s. 98
og 122.
11
L