Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 14
Árni Bergur Sigurbjömsson
Guð Abrahams, ísaks og Jakobs sem af náð sinni skóp þjóðina og frelsaði
og gaf henni af kærleika sínum lögmálið og gaf sakir sáttmálstrúfesti
sinnar þjóðinni fyrirheitin fyrir munn spámannanna. Það er sá Guð,
ísraels Guð, sem Speki Salómons fjallar um eins og bækumar hinar, Guð
sem gefur lífið og sem lífið sjálft er að þekkja og lífið sjálft er að lúta.
í þessum bókum sem ritaðar voru þegar gyðingdómur samtíma Jesú
var að mótast er að finna ómetanlegar upplýsingar um tíðaranda og
trúarlegan jarðveg sem kristin kirkja spratt úr. Auðvitað er Gamla
testamentið frumforsenda skilnings á Jesú Kristi og boðskap Nýja
testamentisins um hann. En þær bækur Gyðinga sem urðu til eftir að
Gamla testamentið hafði að mestu leyti tekið á sig það svipmót sem við
þekkjum auðga og dýpka skilning okkar á fjölmörgum mikilvægum
þáttum í boðun postulanna og frumkirkjunnar. Bein og einkum óbein
áhrif þeirra rita á höfunda Nýja testamentisins eru enda augljós.
Reglurit Gyðinga og Sjötíumannaþýðingin
Septuaginta varð Biblía frumkirkjunnar. Eftir því sem meir skarst í odda
með Gyðingum og kristnum mönnum tóku hinir fyrmefndu að leggja æ
ríkari áherslu á mikilvægi hebreska textans og eftir eyðingu Jerúsalem
var gengið frá regluritasafni, kanon Gyðinga, hebreska Gamla
testamentisins í Jamnia um 90 e. Kr. Þar var því slegið föstu hvaða bækur
skyldu hafa óskorað kennivald. Það lá auðvitað þegar fyrir eins og áður
gat um „lögmálið” og „spámennina” og mörg „hinna ritanna” svo sem
sálma Davíðs. En um önnur „hinna ritanna” sýndist sitt hverjum, t.d.
Orðskviðina, Jobsbók, Rutarbók, Harmljóðin, Daníel, Esra og Nehemía
og Kroníkubækumar og skoðanir þó einkum skiptar um Ljóðaljóðin,
Prédikarans bók og Esterarbók. Um þessar síðastnefndu þrjár var jaíhvel
deilt lengi eftir að þær hlutu sess í regluritasafninu.5 En þær eins og
aðrar „hinna bókanna” höfðu náð mikilli útbreiðslu og hylli og enginn
dró í efa innblástur og kennivald flestra „hinna bókanna”. Þingið í Jamnia
staðfesti einfaldlega ríkjandi viðhorf, hebreski kanoninn hafði afmarkast
af langri og viðurkenndri notkun bókanna í guðsþjónustu og fræðslu. En
fjölda bóka sem víða vom í hávegum sem Guðs orð var vísað út fyrir
vébönd regluritasafnsins. Ein ástæðan var vafalaust sú að þær vom í
miklum metum meðal kristinna manna.
Það er langt frá því að vera Ijóst hvaða reglur giltu um ákvörðun
regluritasafns Gyðinga, hvaða kanon, mælisnúra var notuð til að ákveða
hverjar „hinna bókanna” skyldu hafa óskorað kennivald, væm innblásnar
af Guði. Sú kenning kom síðar fram hjá rabbínum Gyðinga að
mælikvarðinn í Jamnia hefði verið sá að innblástur tilheyrði tíma
spámannsembættisins sem hófst með Móse og lauk með Haggaí, Sakaría
og Malakí. Eftir daga þeirra hefði andi Guðs ekki verið virkur.
Hæpið er að þessum mælikvarða hafi verið beitt. Til dæmis hlaut
Daníelsbók sess í kanon Gyðinga þó hún sé yngri en Síraksbók sem ekki
5 James H. Charlesworth, ritstj.: The Old Testament Pseuepigrapha, Vol. I, Doubleday
and Co. New York 1983, s. XXIII.
12