Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 15
Apokrýfar bækur Gamla testamentísins
eignaðist heimilisfang þar. Trúlega var kenningin sett fram til að varpa
rýrð á og eyða áhrifamætti bóka sem mikil helgi var á en voru utan
kanons Gamla testamentisins.6
Þær bækur eru margar hverjar týndar. Sumar hafa varðveist í brotum
og eru þekktar af tilvitnunum í þær sem helgar ritningar, t.d. í Nýja
testamentinu. 9. og 10. vers Júdasarbréfs er tilvitnun í glataða bók um
Móse og 14. og 15. vers sama bréfs vitnar í 1. Enoksbók 1:9.7 Og í 1
Kor 2:9 vitnar Páll postuli í ritningu sem týnd er en Origenes kirkjufaðir
kveður vera bók um Elía.8
Fjöldi þessara helgu en útskúfuðu bóka þó hafa fundist, margar þeirra
á síðustu áratugum, og einnig arameiskur og grískur texti bóka sem lengi
hafa verið þekktar í eþíopskum, latneskum og fornslavneskum
þýðingum.9 Um sum þeirra merku rita fjallaði Sigurður P. Sívertsen
prófessor í fylgiriti með árbók Háskóla íslands sem út kom 1920.10
Og svo eru þær bækur sem LXX geymir og hafa því tilheyrt Biblíu
kristinna manna frá upphafi, bækur frá 1. og 2. öld f. Kr. í elstu
biblíuhandritum grískum svo sem Codex Vaticanus sem er frá 4. öld er
þessar þeirra að finna: Tóbítsbók, Júdítarbók, Esterarbók, Speki
Salómons, Síraksbók, Barúksbók, Bréf Jeremía, Viðaukar við Daníelsbók,
þ.e. Súsanna, Bel og drekinn, Bæn Asarja og Lofsöngur ungmennanna
þriggja. Þá eru þar einnig 3. Esrabók og 151. Davíðssálmur.
Fimmtu aldar handritið Codex Sinaiticus hefur auk þessara bóka:
1. Makkabeabók og 4. Makkabeabók, en Barúksbók, Bréf Jeremía og 3.
Esrabók eru þar ekki. Codex Alexandrinus, sem einnig er frá 5. öld hefur
allar bækur Codex Vaticanus og Codex Sinaiticus og auk þeirra 2.
Makkabeabók og 3. Makkabeabók og Bæn Manasse.* 11
Efnisyfirlit annarra LXX handrita og lakari eru áþekk.
Apokrýfar bækur Gamla testamentisins
Þær bækur LXX sem ofan er getið og ekki er að fínna í hebreska Gamla
testamentinu eru oft nefndar apokrýfar. Orðið er af grískum uppruna og
merkir bækur sem leynt er, eru „huldar”. Það auðkenni gat bæði stafað af
jákvæðu og neikvæðu viðhorfi til bókanna.
í fyrra tilvikinu voru þær taldar geyma svo djúpa trúarlærdóma og
heimulleg sannindi að það væri aðeins á meðfæri fárra útvaldra að lesa
þær sér til gagns. Þess vegna skyldu þær huldar. Aðrir töldu hinsvegar að
uppruni bókanna væri svo óljós og kenningamar sem þær flyttu svo
vafasamar, ef ekki helber villa að fyrir þá sök skyldu þær huldar
sjónum.12
6 Bruce M. Metzger: An Introduction to the Apochrypha, OUP New York 1977, s. 7-9.
7 Charlesworth, s. XXIV.
8 Bibelen i kulturhistorisk lys, Politikens forlag, Bd. 6, Kaupmannahöfn 1970, s. 37.
9 Charlesworth, s. XXI-XXIII.
10 Sigurður P. Sívertsen: Opinberunarrit Síðgyðingdómsins, Árbók Háskóla íslands
1919-1920, Fylgirit, Reykjavík 1920.
11 Per Block o.fl.: God och nyttig lasning, Proprius Förlag, Stokkhólmi 1988, s. 215.
12 Metzger: Introduction, s. 5.
13