Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 16
Árni Bergur Sigurbjömsson
Árið 383 fól páfi Hieronymusi (340-420) að endurskoða latneskar
þýðingar á LXX sem víða höfðu dreifst um vesturlönd og voru
sundurleitar og sumar laklegar. Hieronymus vann þetta verk í Róm og er
þýðing hans þekkt undir nafninu Vulgata. Sú þýðing var endurskoðuð æði
oft á næstu áratugum og öldum og var orðin hin viðurkennda Biblía
vestur kirkjunnar á 8. öld.
Á ofanverðum níunda áratug fjórðu aldar flutti Hieronymus austur til
Betlehem þar sem hann dvaldi síðan og endurskoðaði þýðingu sína og
þýddi margt að nýju og nú með hliðsjón af Masoretatextanum, þ.e. texta
hebreska Gamla testamentisins.13 Eystra þar komst Hieronymus í náin
kynni við viðhorf Gyðinga til kanonsins og kynntist ennfremur betur
ritum austrænna kirkjufeðra sem höfðu unnið að biblíurannsóknum, m.a.
á hebreska texta Gamla testamentisins. Þeir voru í nánu sambýli við
Gyðinga og höfðu orðið fyrir áhrifum af afstöðu þeirra til bóka utan
hebreska kanonsins. Hieronymus notaði fyrstur manna orðið „apokrýfar
bækur” um rit LXX sem ekki var að finna í Gamla testamentinu hebreska.
Gerði hann greinarmun á „kanoniskum” ritum, þ.e. bókum í hebreska
Gamla testamentinu og „kirkjulegum bókum”, þ.e. bókum sem séu
gagnlegar söfnuðinum til uppbyggingar í guðsþjónustu og trúarlífi. Þær
væru „legenda ad ædificationem”.14 í formála sínum fyrir Samúels og
Konungabókunum segir hann að skipa beri öllum ritum utan kanons
Gyðinga á bekk með apokrýfum.
Orðið apokrýfa var þó áður vel þekkt um vafasamar bækur eins og
áður gat. Gregor frá Nyssa (330-395) taldi Opinberun Jóhannesar til
slíkra rita,15 en það var skoðun sem margir í austur kirkjunni höfðu
einnig allt fram á 10. öld.
Origenes (185-251) lagði áherslu á að sem fræðimaður styddist hann
við hebreska kanoninn en sem kirkjunnar maður í vöm og sókn sótti hann
samt drjúgum til fanga í apokrýfu ritin.16
En þrátt fyrir það að viðhorf Hieronymusar til apokrýfu bókanna væri
blendið áttu þær sess í Vulgötuþýðingu hans og urðu því reglurit vestur
kirkjunnar og í miklum metum og jafngildar öðmm ritum rimingarinnar.
í sömu metum vom þær víðast í austur kirkjunni. Sýrlenska kirkjan sem
raunar hefur annan nýjatestamentiskanon en nágrannakirkjumar og vestur
kirkjan dró þó við sig að telja þær jafngildr kanoniskum rimm Gyðinga.
Sama er að segja um aðrar austustu kirkjumar sem störfuðu í löndum þar
sem Gyðingar vom hlutfallslega fjölmennir.17 En ekkert samræmi var á
notkun manna á hugtakinu apokrýfar bækur fyrr en á siðbótaröld.
í biblíurannsóknum sínum leitaði Lúter til fmmheimilda fremur en
þýðinga. Sá hann af samanburði við hebreska textann að vulgötuþýðingum
13 M. Noth: The Old Testament World, s. 345n.
14 Block o.fl.: God och nyttig lasning, s. 178.
15 Bibelen i kulturhistorisk lys, s. 13.
16 Metzger: Introduction, s. 75 og 178.
17 Albert C. Sundberg Jr. „The Bible Canon and the Christian Doctrine of Inspiration,
Interpretation 29,” Union Theological Seminary, Richmond Va. 1975, s. 357.
14