Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 18
Ámi Bergur Sigurbjömsson
fyrir róða. Segir hann þær bækur alls ekkert hafa að geyma sem ekki
megi finna jafn auðveldlega hjá Esóp eða í enn minniháttar bókum.
Formálar Lúters fyrir öllum bókum Biblíunnar eru listilega samdar
kynningar og hnyttilegar inngangsfræðilegar athugasemdir og skýringar.
Þar er Lúter óragur við að draga bækur í dilka og leggja mat á gæði
þeirra. Af þeim má ráða viðhorf hans til kennivalds Biblíunnar. Það er að
mati hans „fólgið í hjálpræðisboðskapnum um óverðskuldaða náð Guðs og
frelsun í Jesú Kristi. Þessi boðskapur er hið eiginlega Guðs orð að hans
mati og regla til mats á boðskap bæði kirkjunnar og einstakra rita
ritningarinnar”.23 Meginviðmiðunin var hvort ritin efldu Krist eða ekki.
Engin bók er Guðs orð fyrir það eitt að vera í Biblíunni. Bók er Guðs
orð ef hún boðar og eflir Krist annars ekki. Skipaði Lúter bókum
Biblíunnar í virðingarröð með þessa meginreglu að viðmiðun jafnt í
Gamla og Nýja testamentinu. Þar hlutu Hebreabréfið, Jakobs og
Júdasarbréf og Opinberun Jóhannesar litla náð fyrir augum hans og
notaði hann hugtakið apokrýfur um þau rit Nýja testamentisins.24 Það
mat hans fékk hóflegar undirtektir sem betur fer.
En þótt Lúter finni apokrýfum bókum Gamla testamentisins margt til
foráttu hefur hann auga fyrir trúarlegu og bókmenntalegu gildi þeirra og
hve hentar margar þeirra eru til fræðslu og uppbyggingar. Svo dæmi séu
tekin þá segir hann Júdítarbók vera „ágæta, góða, heilaga nytsemdarbók”,
eins og orð hans eru þýdd í formála þeirrar bókar í Guðbrandsbiblíu. Og
í formála Speki Salómons segir hann um þá bók: Hún „er haldin svo há og
merkileg í þeirri rómversku kirkjunni að sannliga er af öngri bók
Ritningarinnar svo mikill söngur tekinn svo sem af þessari”... sem „er vel
lesandi svo vér lærum Guð að óttast og honum að treysta.”25
Kalvin og einkum eftirmenn hans gengu enn lengra en Lúter, skipuðu
apokrýfu bókunum ekki aðeins skör lægra öðmm ritningum heldur gerðu
þær útlægar úr Biblíu sinni. Ekki síst sakir ádeilu og andstöðu
mótmælenda við Vulgötu lýsti rómversk kaþólska kirkjan yfir kennivaldi
texta hennar á kirkjuþinginu í Trident árið 1546 og apokrýfu bækumar
innblásnar og fyllilega jafngildar öðmm bókum Gamla testamentisins. Er
þær að flnna dreifðar millum annarra bóka þess í Vulgötuútgáfum.
Flestir rómversk kaþólskir nefna þær bækur „deuterokanoniskar”, þ.e.
síðari viðbót við kanon sem mótmælendur kalla apokrýfar. Þau rit nefna
þeir svo apokrýf sem meðal mótmælenda ganga undir heitinu
pseudepigrafíur, þ.e. rit með fölsku höfundamafni. Sú nafngift er í hæsta
máta óheppilegt auðkenni, því engum blöðum er um það að fletta að
sumar apokrýfar bækur líkt og önnur rit ritningarinnar em líka kennd
höfundum sem ekki settu þær saman.
Pseudepigrafiumar em fjölskrúðugur flokkur bóka, sumar hebreskar
að uppmna aðrar grískar sem em frá svipuðu skeiði og apokrýfu
23 Einar Sigurbjömsson: Credo. Háskóli Islands, Háskólaútgáfan og Guðfræðistofnun
1989, s. 92.
24 Per Block o.fl.: God och nyttig lasning, s. 178.
25 Guðbrandsbiblía, Hólum 1584. Formáli Speki Salómons.
16