Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 21
Apokrýfar bækur Gamla testamentísins
áleitnari í þeirri baráttu sem lögmálstrúir Gyðingar máttu heyja fyrir trú
sína og siðu á öldunum fyrir Krist. Svarið við þeirri spumingu mótaðist í
eldi þeirra átaka. í 12. kafla Daníelsbókar sem er í endanlegri mynd sinni
frá 7. tug annarrar aldar f. Kr. er boðuð upprisa þeirra „er sofa,” upprisa
til dóms því sumir munu upp vakna til „eilífs lífs, sumir til smánar, til
eilífrar andstyggðar,” Dn 12:12.
í 2. Makkabeabók frá 1. öld er þessi trú orðin enn ótvíræðari. Og það
er fóm píslarvotta Makkabeastyrjaldanna sem glæðir þann trúarskilning.
Því bera orð píslarvottsins í 2 Mkk 7:9 vott: „Þú sviptir oss að sönnu
þessu lífi, en konungur heimsins mun vekja oss er deyjum fyrir lögmál
hans aftur til eilífs lífs.” Og í 2 Mkk 7:35 segir annar píslarvottur við
böðulinn: „Enn hefur þú eigi umflúið dóm hins almáttuga og alskyggna
Guðs. Því nú hafa bræður vorir þolað stutta kvöl og eru gengnir inn
undir sáttmála Guðs til ævinlegs lífs; en þú skalt að Guðs dómi hljóta
maklega refsing fyrir ofmetnað þinn.”
Og enn nær þessi þróun lengra í Speki Salómons. Höfundur grípur til
kenninga Platons um ódauðleika sálarinnar.27 Réttlætið leiðir til
ódauðleika.28 Orðið óforgengileiki, afþarsía, kemur raunar fyrst fyrir í
þeirri merkingu í ritningunni í SS 2:23: „Guð skapaði manninn til
óforgengileika og gjörði hann ímynd vem sinnar.” Og það er breytni
mannsins sem ákvarðar örlög hans beggja vegna grafar. Spekin sem er
orð Guðs og andi gefur frið, fögnuð, hamingju og sá sem gerir hana að
sinni og gengst henni á hönd mun lifa í fögnuði í musteri Guðs á himnum,
SS k. 1-4 o.v. I SS 3:14 og 5:15-16 er einn elsta vitnisburð ritninganna að
finna um himininn sem dvalarstað þeirra er Guði heyra. Óguðlegum mun
hins vegar hegnt í kvöl, SS 4:18-20.
Grísk áhrif em einnig ljós í þeirri hugsun höfundar Speki Salómons að
„forgengilegur líkami íþyngi sálinni og jarðnesk tjaldbúðin sé fjölsvinnum
andanum byrði,” SS 9:15. Sú hugmynd er bæði hugsun Gamla
testamentisins og Nýja testamentisins framandi þó áhrifa a.m.k. orðalags
þessa vers gæti í orðum Páls postula í 2. Kor 5:2.29 Páll var enda mjög
handgenginn þessari bók eins og víða má sjá í ritum hans þó enginn
kostur sé að ræða það nánar hér.30 Svo víða má raunar sjá áþekkt
orðfæri hjá Páli og í Speki Salómons að Ronald Knox hélt því fram, að
sönnu við hóflegar undirtektir, að Páll hefði samið Spekinnar bók áður en
hann gekk hinum upprisna á hönd.31 Hvað sem um þá skemmtilegu
hugmynd er annars að segja þá blandast fáum hugur um að Páll var vel
kunnugur innihaldi þeirrar bókar.
Önnur hugsun höfundar Speki Salómons sem sótt er í platonska
heimspeki varð mikill örlagavaldur í baráttu kirkjunnar og gnostikera,
hugmyndin um fortilveru sálarinnar, SS 8:18-20.
27 Russell: Between the Testaments, s. 24.
28 Speki Salómons, 1:6-15.
29 Metzger: Introduction, s. 162-3.
30 Sjá samanburð Metzgers á Róm. k. 1 og SS k. 13-14 í Introduction, s. 159.
31 Metzger: Introduction, s. 163
19