Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 22
Ámi Bergur Sigurbjömsson
En eins og Lúter benti á var Speki Salómons kirkjunni mikill
fjársjóður svo sem bein og einkum óbein áhrif bókarinnar á Pál og aðra
höfunda Nýja testamentisins sýna og einnig það hve hátt skrifuð hún var
af kirkjufeðrunum. Ágústínusi líkt og fleiri var orðfæri SS 2:12-20 bein
forspá um þjáningar Jesú Krists og dauða,32 orð sem höfðu frá öndverðu
stuðlað að nýsköpun túlkunar á hlutverki hins Smurða í Ijósi Þjónsljóðsins
í Jes 53.
Apokrýfu bækurnar í íslenskri þýðingu
Kirkjulegar bókmenntir á norrænu frá kaþólskum tíma eru gríðarmiklar
að vöxtum. Árið 1976 gaf Ámastofnun út rit Ians Kirby, Biblíutilvitnanir
í íslensk-norrænum trúarritum foraum, Biblical Quotations in Old
Icelandic Norwegian Religious Literature. Þar eru ritningarstaðir
prentaðir í röð bóka Biblíunnar og meira en 3500 biblíuvers og kaflar
tíndir til svo í sjónhending má sjá hvar og hvemig þeir birtast í
handritum vel flestum frá 13. og 14. öld. Margir ef ekki flestir þeir
textar eiga sér enn eldri rætur.
Af apokrýfum bókum Gamla testamentisins er langoftast vitnað í
Síraksbók og Speki Salómons. Flestar eru tilvitnanimar sóttar í rit um
Biblíuna en ekki Biblíuna sjálfa.
í bók sinni Biblíuþýðingar á norrænu, sem út kom í Genf 1986 birtir
Kirby niðurstöður rannsókna sinna á tiltækum heimildum um það hvort
til hafi verið fmmnorræn þýðing á Biblíunni eða stómm hluta hennar
fyrir siðbót. Er niðurstaða hans sú að það sé fyrst við lok miðalda að öll
Biblían sé til í þýðingu. Fram að þeim tíma em það aðallega sögurit
Biblíunnar sem snúið er á norrænu.
Meðal þeirra bóka em apokrýfu ritin 1. Makkabeabók og hluti 2.
Makkabeabókar. Þær segja líka frá rómuðu tímabili í sögu Gyðinga og
„mynda því ómissandi þátt í sérhverri veraldarsögu sem rituð er frá
guðfræðilegum sjónarhóli.”33 Því er ekki að undra þótt Makkabea-
bækumar birtist sem hluti norrænnar trúarsögu heimsins fram að tímum
Krists sem Stjómarhandritið veglega geymir.
Texti þeirra bóka úr Stjóm kom út í Gyðingasögu sem Guðmundur
Þorláksson gaf út 1881. Sagt er að Brandur Jónsson, síðar biskup á
Hólum, hafi gert þýðinguna að beiðni Magnúsar Hákonarsonar konungs
(f. 1238) og hafi þýðingin verið gerð um 1260 eftir Vulgötu þýðingu
Hieronymusar.
Kirby álítur þýðingu Brands hafa verið endurskoðaða einhvem tíma
fyrir miðja 14. öld og hafi texti hennar verið styttur og lagfærður.34
Stjóm er því ekki samstætt rit, hvorki eins manns verk né frá sama
tíma.35
32 Metzger: Introduction, s. 75.
33 Ian J. Kirby: Bible Translation in Old Norse, Librarie Droz, Genf 1986, s. 75.
34 Ian J. Kirby: Bible Translation, s. 76nn.
35 Sbr. Selma Jónsdóttir: Lýsingar í Stjórnarhandriti, Almenna bókafélagið, Reykjavík
20
J