Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 23
Apokrýfar bækur Gamla testamentisins
Öðrum þýðingum apokrýfra bóka telur Ian Kirby ekki fyrir að fara
fyrir siðbót nema ef vera kynni spekiritanna.36
Guðbrandur Þorláksson gaf út Biblíuna alla í fyrsta sinn á íslensku á
Hólum 1584. Fylgdi hann Lúter í því að setja apokrýfu bœkumar sér
aftan við Gamla testamentið og fyrir þeim formála Lúters: „Apokryfa, so
nefnast þær bækur hverjar ekki eru haldnar jafnar við heilaga ritningu og
em þó góðar bækur og nytsamlegar að lesa sem em þessar: I. Júdit, II.
Sapientia, III. Tóbías, IV. Syrak, V. Bamch, VI. Maccabeorum, VII.
Partur af Ester, VIII. Partur af Daníel.” Eftir Bæn Manasse stendur svo:
„Endir bókanna þess Gamla testamentis.”
Að Guðbrandi var að minnsta kosti jafn ljóst og Lúter hve „góðar
bækur og nytsamlegar að lesa” vom meðal apokrýfu bókanna má sjá af
því að þegar árið 1580 gaf hann út þýðingu Gissurar Einarssonar á
Síraksbók. Þeirri þýðingu mun Gissur hafa lokið í Skálholti 1545.37
Síraksbók hikaði Guðbrandur heldur ekki við að kalla Guðs orð síðar.38
Að þýðingu Gamla testamentisins og apokrýfu bókanna í Guðbrands-
biblíu stóðu ýmsir, m.a. Oddur Gottskálksson og Gissur biskup Einarsson.
Gísla biskupi Jónssyni em og eignaðar þýðingar á 1. og 2. Makkabeabók
sem Ebebeser Henderson eignaðist handrit af á Hólum í Hjaltadal, handrit
sem skrifað var í Skálholti 1574 og 5.39 Á því handriti eru
spámannabækumar einnig og er það varðveitt í safni Breska og erlenda
Biblíufélagsins í Cambridge og telur Ian Kirby þýðinguna líklega vera
verk Odds Gottskálkssonar.40 Þá eignaðist Henderson í ferð sinni um
landið einnig handrit af þýðingum apokrýfra bóka Nýja testamnetisins og
3. og 4. bókar Esra.41 Er það handrit einnig í fómm Breska og erlenda
Biblíufélagsins.
Af apokrýfum bókum öðmm hefur 3. Makkabeabók einnig gengið út á
þrykk, „þýdd á íslensku í fyrsta sinn eftir hinu gríska fmmriti,” af
Sigurði Brynjólfssyni Sívertsen og Jóni Þorkelssyni, gefin út í
Kaupmannahöfn árið 1869. Er sú bók líka til í uppskrift frá 1784 sögð
þýdd úr latínu 1595 af Oddi Stefánssyni presti í Gaulverjabæ.42
Á sautjándu og átjándu öld kom Biblían enn út í nýjum útgáfum,
Þorláksbiblía 1644, Steinsbiblía 1728 og Vajsenhúsbiblían 1747, en
Vajsenhúsið sem var munaðarleysingjahæli fékk einkarétt á útgáfu
Biblíunnar í ríki Danakonungs og annarra guðsorðabóka 1727 til þess að
36 Ian J. Kirby: Bible Translation, s. 117.
37 Páll Eggert Ólafsson: Menn og Menntir II, Bókaverslun Guðmundar Gamalíelssonar,
Reykjavík 1922, s. 558.
38 Guðbrandur Þorláksson: Ein ný vísnabók, Hólar 1612, s. 320.
39 Ebeneser Henderson: Ferðabók, Snæbjöm Jónsson og Co., Reykjavik 1957, s. 71-72.
40 Ian J. Kirby: Bible Translation, s. 130n„ sbr. og P.E.Ó. Menn og menntir, s. 564.
41 Ebeneser Henderson: Ferðabók, s. 71-72.
42 Steingrímur J. Þorsteinsson „íslenskar Biblúþýðingar,” Víðförli, 1.-2. hefti 4. árg.
1950, s. 75.
21