Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 26
Ámi Bergur Sigurbjömsson
kosta völ og Breska og erlenda Biblíufélagið styrkti einfaldlega ekki
útgáfu Biblíunnar með apokrýfu ritunum. Það hafði þó ekki amast við
þeim bókum fyrstu árin sem það starfaði. En í félaginu áttu skosk
biblíufélög mikil ítök og þar voru kalvínsk áhrif að vonum mjög sterk og
áttu þau félög ásamt félögum þar sem enskir púrítanar höfðu tögl og
hagldir stærstan þátt í því að 1827 var lögum Breska og erlenda
Biblíufélagsins breytt þannig að því var með öllu óheimilt að stuðla að
dreifingu apokrýfu bókanna. En þessi lagasetning komst ekki á
baráttulaust og deilur í ræðu og riti með apokrýfubókunum og móti voru
langvinnar á Bretlandi og hatrammar úr hófi, en málstaður púrítana og
Skota varð ofan á.51
Það var vísast fyrir skosk áhrif að Biblían sem Henderson dreifði hér á
landi 1814 og 15 var án apokrýfu bókanna. Lá sú skerðing öllum í léttu
rúmi? Henderson er eins og vænta má fáorður um það. Hann segir líka
áreiðanlega frómt frá því hve Bibíunni án þeirra var tekið af miklum
fögnuði. Því jafnvel þótt ýmsum kunni að hafa þótt miður að apokrýfu
bækumar vantaði hefur flestum þótt það léttvægt hjá þeim ávinningi að fá
Biblíu í hendur.
Almenningur hefur líka tæpast verið svo handgenginn Biblíunni, svo
fágæt sem hún var, að honum hafi verið Ijóst að bragði að „Henderson
Biblíunni” væri í einhverju áfátt. Og þeir sem söknuðu einhvers hafa látið
sér það lynda en e.t.v. með semingi þó. Það má sennilega lesa á milli
línanna í lýsingu Henderson á því er hann heimsækir Háls, þó hann hafi
sína skýringu á hiki fólks við að taka við Biblíunni. Þar segir hann:
„Þegar fólkið var að skoða eintak er ég hafði látið síra Sigurð fá til sýnis,
virtist sumt af því dálítið uggandi sökum þess hve bókin var lítil (þetta er
fyrsta áttblöðungs útgáfa Biblíunnar á íslensku). En þegar presturinn
sagði því, að þama væm öll reglurit Ritningarinnar, lét það sér þetta
lynda.”52
Afstaða þeirra sem með stjóm og mál Hins íslenska Biblíufélags fóm
til apokrýfu bókanna á fyrstu áratugum félagsins er augljós. í
biblíuútgáfum félagsins er þeim gert jaíh hátt undir höfði og verið hafði
frá dögum Guðbrands. Það var svo sakir bágs hags félagsins að 8.
útgáfan sem prentuð var í London 1866 er án apokrýfu bókanna og einnig
9. útgáfan sem gefin var út í Reykjavík 1912 á kostnað Breska og erlenda
Biblíufélagsins.
Ný þýðing apokrýfu bókanna 1931
Stjóm Hins íslenska Biblíufélags hafði mátt „láta sér lynda” að íslenskar
Biblíur höfðu verið án apokrýfu bókanna frá því 1859. Aldrei var það
almennt viðurkennt að svo skyldi vera og er forseti Biblíufélagsins gaf „á
aðalfundi félagsins 27. júní 1914 fyrirheit um endurþýðingu apokrýfu
bókanna, þá lýstu fundarmenn ánægju sinni yfir því og samþykktu að
tillögu biskupsins að byrjað yrði á verkinu á næsta hausti og framkvæmd
51 Metzger: Introduction, s. 200-202.
52 Ebeneser Henderson: Ferðabók, s. 82.
24