Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 27
Apokrýfar bækur Gamla testamentísins
þess falin þeim Þórhalli biskupi (Bjamarsyni) og Haraldi Níelssyni
prófessor, sem báðir höfðu starfað að þýðingu Gamla testamentisins.53
Verkið hófst haustið 1914 en í ráði var að minnast aldarafmælis
Biblíufélagsins með útgáfu nýrrar þýðingar bókanna. Af því gat þó ekki
orðið, bæði sakir aukins útgáfukostnaðar vegna stríðsins og einkum
fráfalls Þórhalls biskups 1916. Höfðu þeir Haraldur Níelsson þá lokið
bróðurparti þýðingarinnar en heilsubrestur vamaði Haraldi að leggja
frekar hönd að verki. Það er svo ekki fyrr en að honum látnum árið 1929
að þráðurinn er tekinn upp að nýju er Sigurður P. Sívertsen prófessor og
Ásmundur Guðmundsson dósent taka að sér að ljúka verkinu.
Yfirfóm þeir samræmisins vegna alla þýðingu fyrirrennara sinna og
þýddu alla Síraksbók og Viðauka við Daníelsbók og Bæn Manasse.
Kom þessi nýja þýðing apokrýfu bókanna út árið 1931 kostuð af Hinu
íslenska Biblíufélagi og styrkt af Sáttmálasjóði. Fylgja þýðingunni stuttar
inngangsfræðilegar athugasemdir og skýringar þeirra Ásmundar og
Sigurðar við bækumar.
Það er Ijóst af formála Jóns Helgasonar biskups fyrir útgáfunni að hvati
hennar var skilningur á andlegum verðmætum apokrýfu bókanna. Þá
skoðun að þær tilheyrðu ekki Biblíu kristinna manna segir hann heldur
aldrei hafa fest rætur innan evangelísku lútersku kirkjunnar. Lestur
þeirra gæti engu síður en lestur annarra rita Gamla testamentisins orðið
til sálubóta. Auk þess mynduðu apokrýfu ritin „æskilegan millilið milli
rita Gamla testamentisins og hins nýja og settu oss á ýmsan veg fyrir
sjónir hinn andlega jarðveg, sem kristindómurinn og rit Nýja
testamentisins er vaxið upp úr og væm að því leyti hin mikilvægustu til
skilnings á hvom tveggja þessu, kristnu trúnni sjálfri og elstu kristilegu
bókmenntunum.54
Hér tíundar Jón biskup bæði foman skilning kristinna manna og ekki
síður nýjan sem vaknaði með auknum biblíurannsóknum á síðustu öld sem
mjög hafa beinst að apokrýfu bókunum sem og öðmm skildum ritum og
leitt mörgum fyrir sjónir heimildagildi þeirra.55
Gamla testamentið og þá auðvitað apokrýfu bækumar hafði því miður
skákast mjög til hliðar í guðsþjónustu kirkjunnar eins og fæð lexía og
texta úr bókum þess í helgisiðabókum íslensku kirkjunnar sýnir. En í
helgisiðabókinni sem gefin var út 1934 em teknir upp textar úr Síraksbók
til notkunar við útför, Sr. 2,1-9 á bls. 179-80 og Sr. 41:1-4 á bls. 183-4.
Hafa þessir textar oft verið fluttir við útfarir á liðnum áratugum þó
fæstum er heyrðu hafi verið ljóst hvert þeir vom sóttir. Nokkrir prestar
hafa einnig notað texta úr Speki Salómons við sömu aðstæður en þar er að
finna marga huggunarríka og fagra texta sem dýrmætt hefur reynst að
geta gripið til.
53 Apokrýfar bækur Gamla testamentisins, ný þýðing, Hið íslenska Biblíufélag,
Reykjavík 1931, s. I í formála Jóns Helgasonar biskups.
54 Jón Helgason: Apokrýfar bækur, formáli I.
55 Sbr. Sigurður P. Sívertsen: Opinberunarrit Síðgyðingdómsins.
25