Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 29
Apokrýfar bækur Gamla testamentisins
Eins og Ian J. Kirby bendir á í bók sinni um fomar biblúþýðingar á
norrænu eru sögurit apokrýfu bókanna meðal fyrstu biblíurita sem snúið
er á norrænu. Það stafaði ekki síst af áhuga norrænna/ íslenskra manna á
sögulegu efni57 Og með Guðbrandsbiblíu og öðrum biblíuútgáfum
íslenskum urðu apokrýfu bækumar þáttur í mótun trúarlífs þjóðarinnar
og menningar og varðveislu íslenskrar tungu. Var þáttur þeirra lítill eða
stór? Um það verður seint fullyrt. Rannsóknir Svía á hlutdeild
biblíulestrar og lærdóms í því að móta trúarlíf þeirra leiða í Ijós hve t.d.
orð og ummæli Síraks og Speki Salómons hafa verið alþýðu manna þar í
landi hjartagróin fram á þessa öld og persónur annarra apokrýfra bóka
hugstæðar þótt bækumar væm horfnar úr Biblíu þeirra löngu fyrr58 .
þetta mun áþekkt reynslu annarra þjóða og þarf ekki mikla nasasjón af
fagurbókmenntum nágrannaþjóðanna né lengi að eigra um listasöfn þeirra
til að sjá hins sama stað.
Hvað um Islendinga? Aðstæður ollu því að þeir urðu seint margir
handgengnir Biblíunni milliliðalaust. Til þess var hún allt of fágæt og
dýr. Sr. Jónas á Hrafnagili kveður þekkingu almennings á Biblíunni af
skomum skammti á 18. öld.59 Þó hafi sumir fengið Biblíuna að láni í
kirkjunum og eftir að Biblían tók að gerast útbreiddari á 19. öld var hún
sums staðar lesin á kvöldin, einkum sögubækumar, en „sumum þótti hún
nú bragðdaufari en sögumar, enda mun það hafa verið frá þeim tímum
sem haft er eftir kerlingarsauðnum: „Ekki er gaman að guðspjöllunum,
enginn er í þeim bardaginn,” sem síðan er orðið að orðtaki um land
allt.”60 Ekki var hörgull bardaga og þeirra blóðugra í Makkabeabókunum
og þær og aðrar apokrýfar bækur meðal vinsælasta lesefnis víða um lönd
eins og spennubækur og hetjusögur ávallt. Og þeir vom ekki færri sem
frekar kusu ljúfsárar ástarsögur með ívafi spennu og
leynilögreglufrásagna og áttu slíks völ í Júdítar og Tobítsbókum og
sögunni af Súsönnu og hlutu þá jafnframt uppbyggingu í trú eins og fyrir
höfundum bókanna vakti.
En hér á landi voru það einkum bækur Vidalins og annarra
postilluhöfunda og umfram allt sálmar Hallgríms Péturssonar sem nærðu
trúarlíf þjóðarinnar og fræddu hana um boðskap Biblíunnar. Ljóðelsk
sagnaþjóðin átti þar gildan og ótæmandi fjársjóð og í öðrum kveðskap.
Og rímumar svöluðu þörf fyrir efni til skemmtunar og fróðleiks.
Guðbrandur Þorláksson sá líka í þeim vænlega leið til að opna löndum
sínum heim Biblíunnar. Fékk hann nokkra vini sína til að yrkja rímur út
af biblíufrásögnum sem líklegar væm til vinsælda af alþýðu.61
57 Ian J. Kirby: Bible Translation, s. 93.
58 Sbr. Att översatta apokryferna. Betánkande avgivet av Bibelkommissionen,
Stokkhólmi 1977.,
59 Jónas Jónasson: íslenskir þjóðhœttir, ísafoldarprentsmiðja h/f, Reykjavík 1961, s.
60 Jónas Jónasson: íslenskir þjóðhœttir, s. 246-7.
61 Páll Eggert Ólafsson:Saga íslendinga IV, Sextánda öld. Menntamálaráð og
Þjóðvinafélag, Reykjavík 1944, s. 351.
27