Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 30
Ámi Bergur Sigurbjömsson
í Vísnabók Guðbrands sem út kom 1612 eru nokkrar biblíurímur, m.a.
rímur af Júdít og Tóbíasi og þar er einnig ríma sr. Jóns Bjamasonar út af
Síraksbók. í formála þeirrar rímu segir Guðbrandur: „Margir gimast
heilræðavísur en þær vom nú ekki svo fyrir hendi. Þar hef ég látið setja
hér heilræði þau bestu sem úr Guðs orði em tekin og Jesús Sírak hefur
skrifað.”62
Þessar rímur og annar kveðskapur, sálmar og postillur hafa stuðlað að
því að kynna fólki boðskap Biblíunnar þó fáir ættu þess kost að hafa hana
sjálfa í fómm sínum. En þeim fjölgar á nítjándu öld sem eignast Biblíu og
hún er lesin og það drjúgum af sumum. Eða er ekki líklegt að Jón
Thoroddsen hafi haft einhverja fyrirmynd að einni skemmtilegustu
persónu skáldsögu sinnar, „Maður og kona,” Grími meðhjálpara? Hann
hefur tilvitnanir í Biblíuna á hraðbergi ekki síst hinn vísa Salómon og
auðvitað Ljóðaljóð hans er Grímur leggur Agli syni sínum orð á hjarta
sem líkleg séu til að hræra hjarta stúlkunnar sem Egill gengur eftir með
grasið í skónum.
En Spekinnar bók og framar flestu hinn vísi Sírak er Grími óþrotleg
náma heilræða og hugleiðinga um mannlegt allt og þangað sækir hann rök
í sérhverjum orðaskiptum og deilum. Því er mjög að vonum að Þórdís
húsfreyja í Hlíð sjái sitt óvænna þegar hans er von til viðræðna og dæsi
„þó ég haldi nú ekki verði mikið fyrir, þegar meðhjálparinn kemur með
Sýrak, Salómon og Lofkvæðið.”63
Þessi skáldsögupersóna og ekki síður hvemig hún kemur fyrir í
leikgerð sögunnar á drjúgan þátt í að geymdar bækur og flestum huldar
gleymdust ekki. Grímur, svo kátlegur sem hann er, eða kannski þess
vegna, á ríkan þátt í því að halda vakandi forvitni um hver þessi Sírak sé
sem hann hefur svo margt ágætt eftir. Sú forvitni er vakandi og gæti
orðið ýmsum hvati til að afla sér frekari fróðleiks um heim og eilífan
boðskap Biblíunnar. Það er enn ein ástæða til að apokrýfu bækumar séu
gefhar út í nýrri þýðingu, „bæði heilræði þau bestu” og annað sem „er vel
lesandi svo vér læmm Guð að óttast og honum að treysta.”
Heimildaskrá:
Apokrýfar bœkur Gamla testamentisins, Hið íslenska Biblíufélag,
Reykjavík 1931.
Att översatta apokryferna. Betánkande avgivet av Bibelkommissionen,
Stokkhólmur 1977.
Bibelen i kulturhistorisk lys, 6. bindi, Politikens forlag, Kaupmannahöfn
1970.
Block Per o.fl. God och nyttig lásning. Om Gamla Testamentets
Apokryfer, Proprius Förlag, Stokkhólmur 1988.
Charlesworth James H.: The Old Testament Pseudepigrapha, Vol. I,
Doubleday & Co. New York 1983.
62 Guðbrandur Þorláksson: Ein ný vísnabók, Hólar 1612, s. 320.
63 Jón Thoroddsen Maður og kona, Helgafell Reykjavík 1942, s. 221.
28