Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 33
Baldur Pálsson
Biblían frá A til Ö
Orðstöðulykill að Biblíunni,
útgáfu frá 1981
1. Biblíutexta bjargað
Við biblíuútgáfuna 1981 var notast við þá véltækni í prentun, sem nýjust
var á þeim tíma. Tæknin fólst í því að gata textann á pappírsræmur, sem
síðan voru notaðar til að útbúa filmur, sem prentað var eftir. Þessum
gataræmum var bjargað frá glötun á sínum tíma að frumkvæði Baldurs
Jónssonar, prófessors. Hann lét síðan lesa af ræmunum yfir á segulbönd.
Magnús Gíslason, reiknifræðingur á Reiknistofnun HI tók að sér það
verk. Til þess notaði hann ræmulesara í eigu Pósts og síma, sem tengdur
var við tölvu Háskóla Islands. Þetta var hið mesta þolinmæðisverk þar
sem lesarinn var hæggengur miðað við nýrri tölvutæki, og tafir voru
óhjákvæmilegar þar sem ræmumar voru í smábútum. Auk þess var allt
lesið tvisvar og borið síðan saman í öryggisskyni.
2. Stofnuð nefnd
í upphafi árs 1986 komst undirritaður á snoðir um tilvist þessa texta og
færði í tal við Baldur Jónsson prófessor, hvort fá mætti afnot af textanum
í þeim tilgangi að gera orðstöðulykil að Biblíunni. Upp úr þessum
þreifingum kallaði Baldur Jónsson saman fulltrúa frá nokkrum
háskólastofnunum í þeim tilgangi að vinna að gerð slíks lykils. Þannig var
mynduð samstarfsnefnd, sem kom saman til fyrsta fundar snemma árs
1986 og skipti með sér verkum.
í nefhdinni eru auk undirritaðs:
Baldur Jónsson, prófessor frá íslenskri málstöð
Dr. Guðrún Kvaranfrá Orðabók Háskóla íslands
Jón Sveinbjörnsson, prófessor frá Guðfrœðistofnun
Svavar Sigmundsson, dósent frá Málvísindastofnun
Formaður nefndarinnar er Baldur Jónsson, ritari Svavar Sigmundsson,
og verkefnisstjóri dr. Guðrún Kvaran.
Eftirtaldir aðilar hafa stutt verkefnið með fjárstyrkjum og skal það
þakkað:
Vísindasjóður
Rannsóknasjóður Háskólans
Ottó A. Michelsen
Hið íslenska Biblíufélag
31