Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 34
Baldur Pálsson
3. Biblíutexti leiðréttur
Um páska 1986 var hafist handa við að leiðrétta biblíutextann, en hann
var fyrsta próförk af biblíuútgáfunni 1981. í honum voru því villur auk
prentskipana, sem þurfti að eyða við hreinsun og leiðréttingu textans.
Aðferðin við þessa leiðréttingu fólst í því að lesa allan texta hinnar
prentuðu útgáfu Biblíunnar inn á hljómsnældur og bera síðan lesturinn
saman við tölvuprentaða textann eins og hann hafði komið af
gataræmunum. I upplestri þessum var ekkert undan skilið og fengu þá
greinarmerkin þá athygli, sem þeim bar. Fyrsta bókin sem fékk þessa
meðferð var Markúsarguðspjall. Lesni textinn var síðan allur borinn
saman við tölvutextann á þennan hátt af dr. Guðrúnu Kvaran, sr. Guðna
Þór Ólafssyni, prófasti á Melstað í Miðfirði, og undirrituðum, sem hafði
léð rödd sína á hljómsnældumar og færði allar breytingar inn í
véltextann. Þessu verki var lokið í aprfl 1988 eða um tveimur ámm eftir
að það hófst.
4. Orðmyndalykill lítur dagsins ljós
Samhliða leiðréttingu textans vann undirritaður að gerð lista yfir allar
mismunandi orðmyndir sem koma fyrir í Biblíunni, en þær em um
31.000 talsins. Jafnframt var tengd við hverja orðmynd uppflettimynd eða
lemma. Var þá búin til lína í orðmyndaskrá fyrir hverja orðmynd ásamt
uppflettimynd.
Dæmi um línur úr skránni er:
hesti e hestur
hesturinn £ hestur
og má lesa úr þessu:
orðmyndin hesti er stak í menginu hestur
orðmyndin hesturinn er stak í menginu hestur
Uppflettimyndin kallast lemma og aðgerðin lemmun. Þar sem þessi listi
var unninn eftir orðmyndunum sjálfum án tillits til þess samhengis, sem
þær voru teknar úr, var listinn auðvitað fullur af villum. Auk þess var
aðeins gefinn kostur á einni uppflettimynd fyrir hverja orðmynd, en
orðmyndin á getur ýmist verið forsetningin á, sagnorðið eiga eða
nafnorðið ær svo að dæmi sé tekið. Því var nauðsynlegt að gera
orðmyndalykil að allri Biblíunni þar sem farið yrði yfir lemmunina með
því að skoða hvert dæmi. Þetta var gert í tveimur áföngum: Fyrst var
gerður orðmyndalykill að Nýja testamentinu fyrri hluta árs 1988, og var
hann lesinn yfir og leiðréttur af nefndarmönnunum, Baldri Jónssyni, dr.
Guðrúnu Kvaran og Svavari Sigmundssyni. Undirritaður lagfærði síðan
orðmyndalistann eftir leiðréttingunum. Þá þurfti að gera ráð fyrir að
32