Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 37
Biblían frá A til Ö
Hafist var handa sumarið 1988 við yfirlestur á orðmyndalykli Gamla
testamentisins af Benedikt Jasonarsyni fyrrverandi kristniboða. Seinna tók
við þessu verki Guðrún Ingólfsdóttir cand.mag.
Jafnframt því að fara yfir lemmunina var greint í orðflokka í þessari
yfirferð. Þessum yfirlestri lauk í byrjun apríl 1990 og hafði þá staðið
með hléum í nærri tvö ár. Undirritaður færði inn allar lagfæringar
samkvæmt listunum eftir yfirlestur Guðrúnar Ingólfsdóttur og las
sérstaklega yfir öll dæmi um orðmyndir, sem áttu heima undir fleiri en
einni uppflettimynd (lemmu).
5. Orðstöðulykill gerður
Jafnhliða yfirlestri orðmyndalykils vann undirritaður að gerð lemmu-
skrár. í þá skrá var safnað öllum uppflettimyndum, sem fundust við
lemmun. Þær reyndust um 16.000 talsins eða liðlega ein lemma fyrir
hverjar tvær orðmyndir.
Dæmi um línur í lemmuskrá:
ÁeFS
ÁaeKV
ÁR/FARVEGUR £ KK
Á sama hátt og hver orðmynd átti heimili í mengi einhverrar lemmu áttu
lemmurnar heima í mengjum orðflokkanna. Greint var á milli
mismunandi orða, sem hafa sama form, með sama hætti og greint var
milli orðmynda í mismunandi hlutverkum þ.e.a.s. með grískum hala af
tegundinni a, (i, y eða 8. 1 lemmuskránni var einnig merkt skipting
samsettra orða með skástriki /. Þessi merking þjónaði þeim tilgangi að
geta gert á vélrænan hátt millivísanir milli samsettra orða, sem enda á
sama orði. Þannig væri hægt, þar sem orðið FARVEGUR kemur fyrir í
lyklinum, að setja inn millivísunina sjá ÁRFARVEGUR. Þessi skrá fékk
síðan hlutverk við gerð orðalykils, sem hafist var handa um vorið 1990.
Sá lykill var unninn á svipaðan hátt og orðmyndalykillinn að öðru leyti en
því að nú var raðað eftir lemmum og einstakar orðmyndir komu saman í
stafrófsröð innan hverrar lemrrju. Lemman var rituð í sérstaka línu eða
haus í listanum, þar sem tilgreindur var orðflokkur auk millivísana vegna
samsetninga, ef tilefni var til. Orðalykillinn var gerður í hlutum þannig
að hver orðflokkur var unninn sérstaídega.
Þó voru lýsingar- og sagnorð tekin saman í einn bálk. Ástæðan var sú
að allmikil osmósa er milli þessara tveggja flokka, þ.e. lýsingar- og
sagnorða. Ákveðið var að samræma á þann hátt, að fella lýsingarhátt
þátíðar alstaðar undir sagnorðið væri það til, en flokka ævinlega
lýsingarhátt nútíðar af sögnum sem lýsingarorð. Áður en þessi listi var
prentaður út las undirritaður hann af tölvuskjánum og var allt leiðrétt,
sem stakk í augun. Guðrún Ingólfsdóttir fór síðan vandlega yfir þennan
lykil með það fyrir augum að samræma og leiðrétta allt, sem sloppið
35