Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 39
Biblían frá A til Ö
(/ þarf að vera til að geta haft millivísun undir lemmunni HÓRON.)
Eftir að undirritaður hafði greint þessa hluti að sem best hann kunni,
gerði hann orðstöðulykil sémafna á sama hátt og gerður hafði verið fyrir
aðra orðflokka. Þessi lykill var þó frábmgðinn að því leyti að greint var
á milli mismunandi manna og staða með tölustöfum.
Dæmi: JÚDAS (3) SN táknar að á eftir koma öll dæmi, þar sem
nefndur er Júdas sá, sem hlotið hefur númerið 3 til aðgreiningar frá
öðrum Júdösum.
Þennan lykil fékk í hendur dr. Gunnlaugur A. Jónsson til yfirlestrar og
gerði hann einnig glósur yfir helstu merkispersónur og staði, sem fyrir
koma í Biblíunni. Auk þess gerði hann samantektir yfir þá kafla þar sem
greint er frá þeim persónum, sem hvað fyrirferðarmestar eru á síðum
Biblíunnar.
7. Niðurskurður fyrir útgáfu
Ljóst er, að ekki er hagkvæmt að prenta orðstöðulykil að Biblíunni, þar
sem finna megi öll dæmi um öll orð. Slíkur lykill yrði afar fyrirferðar-
mikil og dýr bók auk þess sem takmarkað gagn væri að lykli yfir hin
smærri og tíðari orð, þar sem lesandi væri eins og að leita saumnálar í
heystakki, ef hann vildi finna tiltekin dæmi um slík orð.
Því þarf að koma til niðurskurðar fyrir útgáfu. Fyrir lykilinn að
Biblíunni '81 er stefnt að því að dæmi verði ekki fleiri en u.þ.b. 250.000.
Bókin verður þá á bilinu 1.000 - 1.500 blaðsíður.
Þótt orðtíðnirannsókn sé ekki beinlínis tilgangur þess verkefnis, sem hér
hefur verið lauslega lýst, þá birtum við hér í lokin, lesendum til
skemmtunar, töflu yfír fjölda nokkurra tíðustu nafnorða í Biblíunni 1981.
Röð 1. Karlkyn MAÐUR 3871 Kvenkyn HÖND 1783 Hvorugkyn LAND 1506
2. SONUR 2284 BORG 1143 ORÐ 1148
3. KONUNGUR 2168 JÖRÐ 1020 HÚS 1037
4. DAGUR 2158 ÞJÓÐ 1005 NAFN 765
5. FAÐIR 1408 KONA 985 AUGA 705
6. LÝÐUR 927 DÓTTIR 448 HJARTA 689
7. PRESTUR 869 LEIÐ 434 LÍF 676
8. BRÓÐIR 858 SYND 406 ÁR 586
9. STAÐUR 796 REIÐI 362 VATN 550
10. ÞJÓNN 777 NÓTT 302 BARN 480
11. HIMINN 662 ALIN 290 MUSTERI 478
12. ANDI 622 MÓÐIR 281 FÓLK 476
37