Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 41
Guðrún Kvaran
Biblíuþýðingar og íslenzkt mál
Inngangur
Fá rit eru jafn heillandi til rannsókna á íslenzkri tungu og biblían. I
þýðingum hennar má kynnast breytingum á málfari og stíl í nær átta
hundruð ár og í henni má lesa blómaskeið íslenzkrar tungu, hnignun
hennar og endurreisn. I þessum pistli mun ég rekja stuttlega sögu
biblíuþýðinga á 19. öld og í byrjun tuttugustu aldar einkum hvað varðar
umræður um málfar en láta liggja á milli hluta hvemig til hefur tekizt frá
textafræðilegu sjónarhomi. Áður en ég kem mér að því verki tel ég rétt
að gefa stutt yfirlit yfir eldri þýðingar til þess að lesanda sé ljóst hvað
þýðendur höfðu í höndum þegar þeir hófu verk sitt.
Elztu biblíutextar, sem þekktir em, em varðveittir í handriti íslenzku
hómilíubókarinnar frá 12. öld og segja má að síðan ríki óslitin hefð í
íslenzku biblíumáli. Allt til siðskipta var mikið samið, þýtt og skrifað upp
af predikunum og sögum heilagra manna, sem hafa að geyma mikinn
fjölda biblíuversa. Þessa löngu hefð nýttu þeir sér báðir, Oddur
Gottskálksson og Guðbrandur biskup Þorláksson, þegar þeir réðust í
stórvirki þau sem þeir leystu svo vel af hendi.
Biblía Guðbrands kom út 1584 og tók hann þýðingu Odds á Nýja
testamentinu nær óbreytta upp í hana. Það litla sem hann breytti snertir
helzt rithátt, beygingarfræði og val einstakra orða. Mál Odds er af
eðlilegum ástæðum á stöku stað norskuskotið og virðist mér að
Guðbrandur hafi oftast sniðið þá vankanta af. Ýmsir áttu þátt í að þýða
Gamla testamentið fyrir Guðbrand en talið er að hann hafi steypt öllum
þýðingunum saman og breytt þeim að sínum málsmekk.
Segja má að næstu rúm tvö hundruð árin megi rekja allar
biblíuþýðingar beint til Guðbrands. Dóttursonur hans, Þorlákur biskup
Skúlason, gaf út biblíu á árunum 1637-1644 og var hún að mestu
endurútgáfa á Guðbrandsbiblíu. Hann breytti að vísu nokkru en fæst af
því var til bóta. Svipaða sögu er að segja um biblíuna frá 1747 sem kennd
er við hið konunglega Vaisenhús í Kaupmannahöfn. Hún var að mestu
endurútgáfa á Þorláksbiblíu og sama er að segja um biblíuna frá 1813.1
Biblía Steins biskups Jónssonar frá 1628 er eins og hlykkur á armars
beinni leið frá Guðbrandi til Grútarbiblíu en honum var falið að
endurskoða biblíu Þorláks og laga hana að dönsku biblíunni, líklega
útgáfu Hans Svane.2 Margir hafa farið hörðum orðum um þetta verk og
1 Grútarbiblíu.
2 Magnús Már Lárusson 1949, s. 342.
39