Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 42
Guðrún Kvaran
það með réttu. Ebenezer Henderson sagði meðal annars að hún væri
Islendingum víða óskiljanleg og verst allra íslenzkra biblía.3 Málið er
vissulega mjög dönskuskotið og óvandað en segja má Steini til vamar að
hann var síður en svo einn lærðra manna um að skrifa þennan stíl. Biblía
Steins mun hafa haft lítil áhrif á trúarlíf landsmanna og engin á síðari
biblíuþýðingar svo sjáanlegt sé.
Oft hefur verið hnjóðað í biblíuna frá 1813 og hún látin gjalda þess að
ytri frágangur var til lítils sóma. Hún var prentuð erlendis undir umsjón
Ebenezers Hendersons og pappír var lélegur. Prentvillur urðu margar og
sú verst að Harmagrátur Jeremie varð óvart Harmagrútur. Biblían fékk
því snemma auknefnið Grútarbiblía og hefur það varla aukið hróður
hennar. Ekki var um endurskoðun textans að ræða heldur var hann
prentaður eftir Vaisenhúsbiblíu. Enginn rækilegur samanburður hefur
verið gerður á útgáfunum en mér virðist við lauslega athugun að
breytingar séu óvemlegar. Það er því villandi þegar Steingrímur J.
Þorsteinsson segir um Grútarbiblíu að hún sé prentuð eftir
Vaisenhúsbiblíunni „og sízt um hana bætt“;4 það á við um fráganginn.
Af því sem nú hefur verið dregið saman er ljóst að kjami biblíunnar
er, þegar hér er komið sögu, sextándu aldar þýðingar sem gerðar höfðu
verið breytingar á eftir tíðaranda hverju sinni. Þegar dómur er felldur
um ritsmíðar fyrri alda, hvort heldur er um frumsamin verk að ræða eða
þýðingar, er ekki sanngjamt að líta einungis á þær með augum
nútímamannsins heldur verður að reyna að setja sig í spor þess sem
skrifar og kynnast samtíð hans. Það verður að taka til greina þær kröfur
sem gerðar em til viðfangsefnisins hverju sinni og láta ekki villast af
þekkingu samtímans. Það er t.d. harður dómur sem Ásmundur
Guðmundsson biskup fellir um þá Odd og Guðbrand er hann segir í
fyrirlestri um Harald Níelsson:
En hvorugur þeirra þýðir úr frummálinu, og vandvirkni þeirra kemst ekki í neinn
samjöfnuð við vandvirkni Haralds, hvorki um það að þýða nákvæmt né fegra svo
íslenzkuna sem ffamast væri unnt.5
Ég mun hér á eftir rekja sögu biblíuútgáfnanna frá 1841, 1866, 1908 og
1912 en birta síðan fáein textasýnishom til þess að lesendur geti einhverja
grein gert sér fyrir því í hverju munurinn er helzt fólginn.
Viðeyjarbiblía
Vissulega bar að gera aðrar kröfur til íslenzks máls þegar komið var fram
á nítjándu öld og mikil þörf var á nýrri endurskoðun. Vakning var um
þetta leyti meðal íslendinga um málrækt og áherzla lögð á að sníða af
biblíunni dönskuskotið málfar. Þekking á fmmtextum testamentanna hafði
aukizt og strangari kröfur vom gerðar til nákvæmni en áður. Með
3 Henderson 1818, s. 295.
4 Steingrímur J. Þorsteinsson 1950, s. 73.
5 Asmundur Guðmundsson 1938, s. 15.
40