Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 45
Biblíuþýðingar og íslenzkt mál
samanburði við enska textann, Nýja testamentið frá 1807 og biblíuna frá
1813 hve nýja þýðingin sé slæm.
Þessum bæklingi var svarað strax 1869 undir dulnefninu 9.2. í Baldri
og var greinarhöfundi mikið niðri fyrir og það svo að skaphitinn tók af
honum öll ráð. Þótti honum Guðbrandur vega ómaklega að
endurskoðuninni og sparaði ekki stóryrðin. Eitt það skynsamlegasta í
greininni em eftirfarandi ummæli:
Vjer hljótum sí og æ að halda fast við þá setning, að því er útleggingu ritningarinnar
snertir, að hún aldrei verður fullkomin, en getur og / sffellt smám saman að færast nær
hinu ijetta, og það verður ekki með því, að rígbinda sig við neina vissa biflíu-
útlegging, heldur með því, að kynna sjer æ btxar frumtexta ritningarinnar og hin elztu
og helztu rit, er í fomkyrkjunni hafa verið samin í því skyni, að skýra hana og sögu
hennar.14
Guðbrandur ritaði grein í Þjóðólf 1870 og fór hörðum orðum um
þýðinguna sem hann kallaði 'Biblíu-paraphrase'. Boðaði hann að brezka
biblíufélagið myndi láta til sín taka „svo að vonandi er, að ísland innan
skamms fái aptr Guðs orð hreint og óbjagað, því að ísland hefur verið
biflíulaust land nú nærfellt 60 ár“.15 Guðbrandur hélt frammi útgáfunni
frá 1813. í sama tölublaði Þjóðólfs er birt bréf frá ritara brezka
biblíufélagsins R.B. Girdlestone til Jóns A. Hjaltalíns, fréttaritara blaðsins
í London, og í þýðingu hans. Hafði Jón skrifað félaginu og fundið að
þýðingunni, m.a. að því að merkingarmunur kæmi fram í Lúk. 2,38.
Féllst Girdlestone á það og sagði að útgáfunefndin hefði fyrirskipað að
ónýta blaðið með þessu versi. Kvaðst hann harma að alvarlegir gallar
fyndust á þýðingunni. „Vor regla er, að fylgja hinum almennt viðtekna
texta,16 og oss þykir mjög slæmt að finna, að frá honum hefur verið vikið
sumstaðar.“17
Fróðlegt er að líta á versið sem Jón hafði m.a. kvartað yfir. í þýðingu
þeirra Péturs og Sigurðar er það á þennan veg:
Hana bar þar að í því sama, lofaði hún Drottinn og talaði um alla í Jerúsalem, sem
frelsisins væntu.
í Viðeyjarbiblíu:
Hana bar þar að í því sama, prísaði hún Guðs gæzku, og lagði út af henni fyrir öllum
þeim í Jerúsalem, sem Frelsarans væntu.
Aðeins höfðu fallið úr tvö orð, þ.e. í stað um hann við alla stóð aðeins um
alla og breytir það óneitanlega merkingunni.
Strax í næsta blaði birtist svar frá Pétri Péturssyni þar sem hann lýsir
óánægju sinni yfir aðfinnslum Guðbrands við biblíufélagið. Hafði hann
14 2,14:58.
15 Guðbrandur Vigfússon, Þjóðólfur 22/1870, s. 106.
16 Textus receptus.
17 Þjóðólfur 22/1870, s. 107.
43