Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 46
Guðrún Kvaran
sjálfur sent því bréf þar sem hann leiddi rök að því að athugasemdimar
væm að mestu ástæðulausar. Einnig hafði hann fengið Konráð Gíslason til
þess að leggja dóm á þýðinguna og hafði hann talið málið gott og
tilgerðarlaust og hafa á sér biblíulegan blæ.18 Bréfaskipti varðandi
þýðinguna em til hjá biblíufélaginu brezka og væri fróðlegt að kanna þau
nánar.
Pétur gerir síðan grein fyrir verki þeirra Sigurðar. Höfðu þeir stuðzt
við fmmtextann en að auki við eldri íslenzkar þýðingar ásamt þýðingu
Lúthers, danskri biblíu og fleiri. Mestar breytingar höfðu þeir gert á
þremur fyrstu guðspjöllunum „af því að þar var farið lengst frá
orðunum".19 Ekki taldi hann sjálfur stórvægilega galla vera á þýðingunni.
Ekki stóð á Guðbrandi að svara með bréfi í Þjóðólfi og er óþarfi að
rekja efni þess hér. Forvitnilegast er bréf, sem hann birtir, skrifað af
Eiríki Magnússyni í október 1865, þar sem hann segir m.a.:
því þó mörgu sé úr kippt af hortittum og orðskrípum, þá er þó annað eins eða meira
eptir og margt af því svo lagað, að það má ganga fram af hverjum lesanda, að tveir
lærðir revísórar skuli hafa látið það ósnert.20
Eiríkur hafði sjálfur lagt útgáfunni lið með prófarkalestri eins og áður er
getið og átti eftir að deila hart við Guðbrand hennar vegna. Bréf þetta
kom því Pétri á óvart og efaðist hann jafnvel um að Eiríkur hefði skrifað
það.21
Eiríkur Magnússon tók ummælin til sín og svaraði Guðbrandi með
áðumefndri grein í Norðanfara. Lagði hann mikið kapp á að sýna fram á
að málið á biblíunni væri ekki aðalatriðið:
Því fegurð málfærisins snertir ekki sálu mannsins er hólpin skal verða. Þeir sem gjöra
málfærið að aðalatriði sáluhjálpar vorrar, eins og gjört er í Oxforðargreininni gleyma
alveg þessum grundvallaratriðum þessa máls: að sitt er hvað hluturinn sjálfur og lagið
á honum, efni í bók og málið á henni, orð og hugsun, andi og stafur, sýnilegir hlutir
og ósýnilegir, himneskir hlutir og jarðneskir.22
Greinin ber þess merki að vera skrifuð í reiði og til þess að ná sér niðri á
Guðbrandi. Ég efa að höfundur hafi í raun getað staðið við öll ummæli
sín eftir á. En deila var hafin sem átti eftir að standa í langa hríð og vera
hvorugum, Guðbrandi eða Eiríki, til sóma.
Guðbrandur notar tækifærið til að lasta þýðinguna í orðabók sinni þar
sem hann segir:
in no case is the new version, London 1866, cited, it being merely a paraphrase, and
inaccurate. (1874:XII)
18 Pétur Pétursson, Þjóðólfur 22/1870, s. 114.
19 Pétur Pétursson, Þjóðólfur 22/1870, s. 117.
20 Guðbrandur Vigfússon, Þjóðólfur 23/1870, s. 14.
21 Pétur Pétursson, Þjóðólfur 23/1870, s. 22.
22 Eiríkur Magnússon, Norðanfari 36-37/1870, s. 71.
44