Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 47
Biblíuþýðingar og íslenzkt mál
Hann notar enn tækifærið til að hnjóða í hana í lestrarbók, sem hann gaf
út í Oxford 1879, þar sem hann birtir kafla úr þýðingu Odds
Gottskálkssonar á Mattheusarguðspjalli með athugasemdum. Hann lofar
mjög verk Odds en finnur biblíunum frá 1841 og 1866 allt til foráttu. Það
er næsta furðulegt að veita gremju sinni útrás í sýnisbók íslenzkra
bókmennta ætlaðri erlendum lesendum, eins og reyndar í orðabókinni
áður, og er það til marks um að öll skynsemi var horfin úr umræðunni.
Eiríkur svaraði með bæklingi sem hann gaf út á ensku og íslenzku 1879
en óþarfi er að rekja efni hans nánar. Lesa má nánar um deilu þessa í
ævisögu Péturs Péturssonar biskups eftir Þorvald Thoroddsen og í
ævisögu Eiríks eftir Stefán Einarsson.23
Enn hefur, mér vitanlega, ekki verið litið á þessa þýðingu með augum
hins hlutlausa fræðimanns og metið hvemig til tókst og hvar hefði mátt
gera betur. Er þetta þó verðugt verkefni.
Biblíuþýðingarnar 1908 og 1912
Hinar hörðu deilur um útgáfuna frá 1866 hafa líklega orðið þess valdandi
að Hið íslenzka biblíufélag ákvað þegar 1887 að láta fara fram
endurskoðun á henni. Verkið hófst þó ekki fyrr en 1897 og tók Haraldur
Níelsson það að sér. Þýddi hann mest allt Gamla testamentið úr hebresku
en honum til aðstoðar var séra Gísli Skúlason. Haraldur mun þó hafa farið
yfir allt sem Gísli þýddi24 og bera þeir því sameiginlega ábyrgð á
textanum en ekki Gísli einn. Þriggja manna nefnd hafði umsjón með
þýðingunni og sátu í henni þeir Hallgrímur Sveinsson biskup, Þórhallur
Bjamarson og Steingrímur Thorsteinsson. Haraldur minntist þessarar
nefndar í grein um Steingrím sem birtist í Andvara og segir að
þýðingarstarfið hafi staðið frá hausti 1897 til vors 1907. Um þátt
Steingríms farast honum svo orð:
Honum var í nefndinni ætlað að hreinsa og fegra málið á þýðing okkar. Að vísu lagði
hann til mörg góð orð, en málhreinsunarmaður var hann enginn á efri árum. Hitt er
sannara að honum þótti stundum bæði Þórhallur Bjamarson og eg ofmiklir ’púristar',
eins og hann nefndi það.25
Að þýðingu Nýja testamentisins unnu þeir Þórhallur Bjamarson, Jón
Helgason og Eiríkur Briem.26
A meðan að á verkinu stóð vom gefin út sýnishom af þýðingunni.
Halldór Kr. Friðriksson, fyrrverandi kennari við Lærða skólann, gerði
eitt slíkt að umtalsefni í grein sem birtist í Fríkirkjunni árið 1900 og hafði
ýmislegt út á að setja. Þar var birt 1. Mósebók, 17 fyrstu vers af 20. kafla
2. Mósebókar og 12. kafli 3. Mósebókar. Lagði Halldór mikla áherzlu á
fagurt málfar laust við erlend orð. Flestir geta sjálfsagt tekið undir
eftirfarandi orð:
23 Sjá heimildaskrá.
24 Haraldur Níelsson 1925, s. 194.
25 Haraldur Níelsson 1914, s. 11.
26 Steingrímur J. Þorsteinsson 1950, s. 82.
45