Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 48
Guðrún Kvaran
Útlegging biflíunnar ætti sannlega að málinu til að vera fyrirmynd nákvæmra og
fagurra útlegginga. Málið á eigi að vera að eins hreint, heldur tignarlegt um leið. I
biflíumálinu verður að forðast hversdagsleg orð og orðatiltæki, að svo miklu leyti, sem
þau hafa eigi tignarlegan eða hátíðlegan blæ, þann sem heilagri ritningu sæmir. Hver
sá, sem ætlar að snara biflíunni á íslenzka tungu, svo vel sje, verður eigi einungis að
skilja frummálið til hlítar, en hann verður og að vera einkarvel að sjer í íslenzku og
hafa næma tilfinning fyrir fegurð tungunnar, og sjá, hvað spillt geti eða spilli henni.27
Halldór var sjálfur mjög vel að sér um íslenzkt mál og hafði kennt það í
um hálfa öld. Hann hafði skrifað kennslubækur í íslenzkri málfræði og
látið sig stafsetningarmál miklu skipta. Því hefur verið haldið fram að
aðfinnslur hans eigi fyrst og fremst rætur að rekja til þess að valin var á
þýðinguna svonefnd blaðamannastafsetning, sem hann barðist mjög gegn,
og er sú skoðun líklega frá Haraldi Níelssyni komin.28 Vel má vera að sú
ákvörðun hafi komið honum af stað að skrifa athugasemdir sínar en
flestar eiga þær fullan rétt á sér og eru gerðar af tilfinningu fyrir máli og
stíl. í kafla, sem hann kallar 'útlend orð og óíslenzkuleg', nefnir hann
fáein dæmi um dönskuskotið málfar og bendir á hvemig betur mætti fara,
næstum alls staðar til bóta. Hann leggur t.d. til að skrifa að nýju í stað á
ný og rúm fyrir pláss. Hann vill forðast ofnotkun sagnanna að ske og að
byggja, eins og verið er að benda á enn þann dag í dag, en nota í staðinn
vera, verða, bera við og smíða örk og reisa altari. Hann bendir einnig á
að atviksorðið ítarlega merki 'fagurlega, ágætlega' en sé í textanum notað
í merkingunni 'vandlega'. Þetta er réttmæt athugasemd þar sem farið var
að nota ýtarlega í merkingunni 'rækilega, vandlega' á 19. öld fyrir áhrif
frá danska orðinu yderlig og rithætti ruglað saman. Þá þykir honum
óþörf sum nýyrðasmíðin t.d. samfundatjald í stað samkundutjaldbúð og
sögnin að nekja í stað bera eða gjöra beran. Það er engin tilviljun að elzta
dæmi Orðabókar Háskólans um nekja er í kvæði eftir Steingrím
Thorsteinsson og dæmi eru aðeins frá einum höfundi eftir það, Guðmundi
Kamban.
Haraldur svaraði Halldóri í blaðinu Verði Ijós 29 og fer geyst. Heldur er
lágkúrulegt og ómaklegt að nefna Halldór 'öldung' eða 'gamla manninn'
þótt hann hafi verið kominn yfir áttrætt þegar þetta var skrifað. Líklegast
átti með þessu að gera lítið úr honum, að hann sakir aldurs væri vart
dómbær um að leggja rétt mat á verkið. Haraldur rekur lið fyrir lið
athugasemdir Halldórs og reynir að verja hvem lið í stað þess að horfa á
dæmin opnum augum. Það em engin rök með vali orða að þau hafi verið
notuð í eldri þýðingum, ef úr mátti bæta, né heldur að eitthvað sé „mjög
tíðkað nú á dögum“ (á ný) eða „mjög notað í daglegu tali“ (Pláss, sem
merkt er 'vont mál, orð eða merking sem forðast ber í íslensku' í orðabók
Menningarsjóðs 1983).
27 Halldór Kr. Friðriksson 1900 a, s. 3.
28 Haraldur Níelsson 1900 a, s. 90.
29 Haraldur Níelsson 1900 a og b.
46