Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 49
Biblíuþýðingar og íslenzkt mál
Um eina athugasemdina, sem Haraldur kallar 'rúsínuna' farast honum
svo orð:
Hinn háttvirti höf. segir: „cetthöfðingi er stirt orð og lurkslegt, í staðinn fyrir
ættarhöfðingi“. Ekki er að tala um smeklonn! Sé annað þessara orða „lurkslegt“, þá er
það sannlega œttarhöfðingi, sem Halldór vill hafa.30
Síðan telur hann upp fjölda samsetninga með œtt- eins og œttliður,
cettfrœði, ættstofn og segir að það myndi verða dáfallegt að rita
œttarliður, œttarfræði og ættarstofn. Þessi athugasemd er því furðulegri
sem Haraldi hlýtur að hafa verið það fullljóst að ættarhöfðingi var sú
samsetning sem algengust var, og er enn, í íslenzku og að fjöldi orðmynda
er til í málinu sem eru eignarfallssamsetningar með œttar- að fyrri lið.
Elztu dæmi Orðabókarinnar eru úr Guðbrandsbiblíu 4. Mósebók 34,18.
Eina dæmið tun ætthöfðingja er úr biblíunni frá 1841. Einnig hlýtur hann
að hafa vitað af mörgum öðmm eignarfallssamsetningum með ættar- að
forlið. Fleiri dæmi verða ekki rakin hér en áhugasömum lesendum bent á
greinar Haralds.
Halldór svaraði þessum greinum31 og verður það ekki heldur rakið þar
sem mikið til er fjallað um sömu atriði.
Ef litið er á útgáfuna frá 1908 má sjá að þrátt fyrir ummæli Haralds
var sumu af því breytt sem Halldór hafði fimdið að.
Ekki þótti Nýja testamentið rismikið í hinni nýju gerð og var að því
fundið að ósamræmi væri milli samstofna guðspjallanna enda hafði hver
þýðandi þýtt sitt guðspjall. Það kom fyrst út í Reykjavík 1906. Fengist
hafði samþykki fyrir því að nota Jahve í stað Drottinn og féll mörgum
það illa.
Haraldur Níelsson, sem engan þátt átti í Nýja testamentisþýðingunni,
viðurkenndi að á henni væru ýmsir gallar, hún fylgdi of fast
fmmtextanum án þess þó að vera nógu nákvæm.32 Ýmsir strangtrúarmenn
vom einnig óánægðir með þýðinguna og fengu komið því til leiðar að
ákveðið var að endurskoða hana. Til þess vom fengnir þeir Haraldur
Níelsson, Þórhallur Bjamarson og Jón Helgason. Vom samstofna
guðspjöllin samræmd og talsverðar breytingar gerðar á bréfunum.
Einkum vom gerðar breytingar á bréfi Páls postula til Efesusmanna sem
Jón Helgason hafði þýtt. Er forvitnilegt að líta á tvö sýnishom:
1908:
Einnig yður, sem dauðir voruð; vegna afbrota yðar og synda, 2 er þér áður genguð í,
samkvæmt aldarhættí þessa heims, í samkvæmni við höfðingja valdsins í loftinu,
andans, sem nú verkar í sonum óhlýðninnar, 3 sem einnig vér lifðum áður allir meðal,
f gimdum holds vors, gjörandi vilja holdsins og hugrenninganna og vorum að eðli til
reiðiböm eins og hinir.
30 Haraldur Níelsson 1900 a, s. 109.
31 Halldór Kr. Friðriksson 1900 b.
32 Haraldur Níelsson 1925, s. 195.
47