Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 50
Guðrún Kvaran
1912:
En svo að eg snúi mér aftur að yður, þá vomð þér dauðir vegna afbrota yðar og synda,
2 sem þér eitt sinn lifðuð í samkvæmt aldarhætti þessa heims, að vilja valdhafans í
loftinu, anda þess, sem nú starfar í sonum óhlýðninnar, - 3 en meðal þeirra höfum vér
líka allir eitt sinn lifað í holdlegum gimdum vomm.
1908:33
Afleggið þess vegna lygina og talið sannleika hver við náunga sinn, því að vér erum
limir hver annars. 26 Reiðist og syndgið ekki, sólin má ekki setjast yfir reiði yðar, 27
og gefið ekki heldur djöflinum rúm.
1912:
Nú er þér hafið lagt af lygina, þá talið sannleika hver við sinn náunga, því vér emm
hver annars limir. 26 Ef þér reiðist, þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði
yðar, 27 og gefið djöflinum ekkert færi.
Er ljóst að endurskoðunin var mjög til bóta og hefði hún að ósekju mátt
vera enn víðtækari. Biblían kom öll út í þessari endurskoðuðu gerð 1912
og þá biblíu notuðu íslendingar allt til ársins 1981 að Hið íslenska
biblíufélag gaf þá út sem nú er á markaði.
Textasýnishorn
Fróðlegt er að kynnast því hvemig hinum ýmsu þýðendum tókst til og
bera texta þeirra saman við aðrar biblíuútgáfur. Þeir þýðendur, sem
komið hafa nærri þeim þýðingum sem hér em til umfjöllunar, eru of
margir til þess að hægt sé að taka dæmi frá þeim öllum og hef ég því
valið fáein sýnishom úr báðum testamentum.
Tekin verða dæmi úr Vaisenhúsbiblíu 1747 og orðamunur, sem fram
kemur í Grútarbiblíu 1813, er settur inn í textann í homklofum. Þá er
birtur sami texti úr Viðeyjarbiblíu 1841 og orðamunur í Nýja
testamentinu frá 1827 og biblíunni 1859 einnig settur í homklofa inn í
textann. Næst kemur sýnishom úr biblíunni frá 1866 og loks úr biblíunni
frá 1908 með orðamun úr útgáfunni frá 1912 í homklofum. Stafsetningu
hef ég samræmt.
Vaisenhúsbiblía:34
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekki [eigi 1813] neitt bresta. 2 Hann fóðrar mig í
grænum haga, og leiðir mig fram að ferskum vötnum. 3 Hann endumærir sál mína,
hann leiðir mig á réttan veg fyrir síns nafns sakir. 4 Og þótt að eg ráfaði í myrkvum
[myrkum 1813] dal þá hræðist eg þó öngva [enga 1813] ólukku, því að þú ert hjá mér,
þinn vöndur og stafur hugsvala mér.
Viðeyjarbiblía:33
Drottinn er minn hirðir, mig skal ekkert bresta. 2 I grænu haglendi lætur hann mig
hvflast, að hægt rennandi vatni leiðir hann mig. 3 Hann hressir mína sál, hann leiðir
mig á réttan veg fyrir síns nafns sakir. 4 Þó eg ætti að ganga um dauðans skugga dal,
33 4:25-27.
34 23. sálmurDavíðs 1-4.
35 ÁmiHelgason.
48