Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 52
Guðrún Kvaran
Engin frávik eru í biblíunum frá 1859 og 1866.
Biblían 1908/1912:
2 Heyrið, þér himnar! og hlusta þú, jörð! því að Jahve [Drottinn 1912] talar. Eg hefi
fóstrað böm og fætt þau upp, og þau hafa risið í gegn mér. 3 Uxinn þekkir eiganda
sinn og asninn jötu húsbónda síns, en ísrael þekkir ekki, mitt fólk skilur ekki, 4 Vei
hinni syndugu þjóð, þeim lýð, sem misgjörðum er hlaðinn, afsprengi
illræðismannanna, spilltum bömum! Þeir hafa yfirgefið Jahve [Drottin 1912], smáð
hinn heilaga í ísrael og snúið baki við honum.
Þýðing Sveinbjamar er ljósari og fyllri en texti Vaisenhúsbiblíu og án efa
skiljanlegri almenningi. Sé borið saman við útgáfuna frá 1908 virðist
hann textanum trúr en annars staðar á hann til að hagræða texta eins og
honum finnst betur fara, auka í eða draga saman.
í 1908/1912 er ýmsu breytt. í stað hlusta til stendur aðeins hlusta því
að hið fyrra hefur þótt minna um of á dönsku. Lítil bót er að
breytingunni fœtt þau upp í stað uppalið. Að vísu var miðmyndin að
fœðast upp hjá einhverjum í merkingunni 'að alast upp hjá einhverjum'
dálítið notuð germyndin síður. Meiri bót var að breytingunni að rísa í
gegn í stað hins dönskuskotna setja sig upp á móti. Talsverður
merkingarmunur er á því að athuga ekki og skilja ekki og veit ég ekki
hvort er nær frumtextanum en óneitanlega fer hið síðara betur. Sem sekur
er í þungum misgjörðum er breytt í sem misgjörðum er hlaðinn og er
hvomgt sérlega gott.
Vaisenhúsbiblía:39
5 Og nær þú biður, skaltu eigi vera svo sem hræsnarar, hvörjum [hverjum 1813]
gjamt er að standa og [- og 1813] biðjast fyrir í skólum, og á gatnahomum, svo að þeir
sjáist af mönnum, sannlega segi eg yður, að þeir hafa sín laun úttekið. 6 En nær þú
biðst fyrir, þá gakk inn í þitt svefn hús, og lyk dymnum aftur, og bið þú föður þinn í
leynum, og faðir þinn sá í leynum sér, mun þér það opinberlega aftur gjalda.
Viðeyjarbiblía:40
5 Eins, nær þú biðst fyrir, þá hegða þér ekki sem hræsnarar, sem vanir em að standa
og biðjast fyrir á strætum og gatnamótum, til þess að þeir verði sénir af öðmm;
sannlega segi eg yður: þeir hafa úttekið sín laun. 6 En nær þú vilt biðjast fyrir, þá far
þú í svefnhús þitt, og loka dyrunum; bið svo föður þinn í einrúmi, og hann, sem sér
hvað í einrúmi skeður, mun veita þér það opinberlega.
Nýja testamentið 1827 og Biblían 1841 eru hér samhljóða. Enginn frávik
eru í útgáfunni frá 1859.
Biblían 1866:
5 Eins, nær þú biðst fyrir, þá hegða þér ekki sem hræsnarar, sem helzt vilja standa og
biðjast fyrir á strætum og gatnamótum, til þess að þeir verði sénir af öðmm; sannlega
segi eg yður, þeir hafa þegar úttekið sín laun. 6 En nær þú vilt biðjast fyrir, þá far þú í
svefnhús þitt, og loka dyrunum; bið svo föður þinn í
39 Mt 6: 5-6.
40 Geir Vídalín og Sveinbjöm Egilsson.
50