Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 60
Gunnlaugur A. Jónsson
Einkum var talið brýnt að endurskoða þýðingu Gamla testamentisins.3
Hallgrímur biskup Sveinsson var mjög áhugasamur um þetta mál og vakti
fyrir honum, að frummálin yrðu lögð til grundvallar endurskoðun
biblíuþýðingarinnar, og var gerð samþykkt í þá átt á fyrstu prestastefnu
hans, árið 1889. En það dróst árum saman að unnt yrði að framfylgja
þessari ákvörðun vegna þess „að félagið átti ekki kost á neinum manni, er
vel þætti til verksins fallinn.“4 En vorið 1897 varð breyting á því er
Haraldur Níelsson, systursonur biskupsins, kom heim frá námi í
Kaupmannahöfn þar sem hann hafði lokið embættisprófi í guðfræði með
hinum besta vimisburði. Réð stjóm Biblíufélagsins hann til að endurskoða
þýðingu Gamla testamentisins með nefnd manna, sem stjóm félagsins
skipaði.
Þýðingarnefndin
í þýðingamefndinni með Haraldi vom þeir Hallgrímur biskup Sveinsson
(1841-1909),5 sem jafnframt var forseti Biblíufélagsins, Þórhallur lektor
Bjamarson (1855-1916) og Steingrímur Thorsteinsson (1831-1913),
yfirkennari við latínuskólann og síðar rektor. Sá síðastnefndi var skáldið í
hópnum og var honum sérstaklega ætlað það hlutverk að láta
„samverkamönnum sínum í té nauðsynlega hjálp og leiðbeiningu, til þess
að málið á hinni nýju þýðingu mætti verða sem vandaðast og fegurst."6
Tveir þeir fyrmefndu höfðu, eins og aðrir íslenskir guðfræðingar með
próf frá Kaupmannahafnarháskóla, tekið þátt í hebreskunámsskeiði fyrir
byrjendur á námsámm sínum þar og áttu því að hafa nokkra innsýn í
hebreskuna eða a.m.k. nægilega til þess að skilja útskýringar
aðalþýðandans á textafræðilegum vandamálum. Hallgrímur Sveinsson
hefur þó örugglega talað af eigin reynslu er hann minnir á „hversu
auðveldlega það mál [hebreskan] fymist hjá þeim, sem eiga lítinn eða
engan kost á að varðveita þekkingu sína og auka hana með framhaldandi
iðkun málsins.“7 Haraldur Níelsson hefur og sagt, að enginn af
3 Grein þessari er einungis ætlað að fjalla um þýðingu Gamla testamentisins; ekki
verður fjallað neitt um þýðingu Nýja testamentisins.
4 Hallgnmur Sveinsson, Fyrsta bók Móse Genesis í nýrri þýðingu eftir frumtextanum.
Rv. Isafoldarprentsmiðja 1899, s. III.
5 Sjá Jens Pálsson, „Frá Hallgrími biskupi Sveinssyni.“ Andvari 35/1910, s. I-XVI.
Er þar m.a. getið um þátt biskups í að útvega starfsfé til biblíuþýðingarinnar hjá
Breska og erlenda biblíufélaginu og stöðugar bréfaskriftir hans vegna þess. Sjálfur
gefur Haraldur biskupnum þann vitnisburð að hafa verið sá nefndarmanna, sem varði
mestum tíma til þýðingarvinnunnar og hafi hann verið mjög nákvæmur og
samviskusamur. Hafi Hallgnmur biskup einkum stuðst við hina ensku Revised
Version. Sjá Haraldur Níelsson, ,yDe islandske bibeloversættelser“ í: Studier tilegnede
professor dr. phil. & theol. Frants Buhl. 1925, s. 195.
6 Hallgrímur Sveinsson, ívitnað rit, s. vi.
7 Hallgrímur Sveinsson, ívitnað rit, s. vi.
58