Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 61
Þýðingarstarf Haralds Níelssonar
samverkamönnum hans hafi haft vísindalega fæmi í hebresku.8
Nefndarmenn hittust á vikulegum fundum á skrifstofu biskups þar sem
þeir ræddu og yfirfóm þýðingu Haralds.
Haraldur aflaði sér þegar í upphafi bestu hjálpargagna, svo sem nýjustu
erlendra biblíuþýðinga og skýringarita eftir ábendingum kennara síns í
gamlatestamentisfræðum í Kaupmannahöfn. En drýgst varð honum hin
hebresk-arameiska orðabók Geseniusar.9
Aðferð og markmið
Á fyrsta fundi nefndarinnar, 20. október 1897, lagði Hallgrímur biskup
fram uppkast að vinnureglum þeim sem nefndin síðan samþykkti og
fylgdi. Samkvæmt þessum reglum er frumtextinn hvarvetna lagður til
grundvallar. Leitast er við að láta þýðinguna fara svo nærri orðum
fmmtextans, sem eðli íslenskunnar leyfir.
Upphaflega var ætlunin einungis að endurskoða gildandi þýðingu, en
fljótlega varð nefndarmönnum ljóst, að ekkert minna en ný þýðing væri
fullnægjandi.
Þýðingamefndin lagði mesta áherslu á að þýðingin væri „nákvæm og
trú, þannig að orð svari orði og málsgrein málsgrein í fmmtexta og
þýðingu.“ Svo mikil áhersla var lögð á þetta að nefndarmenn settu það
ekki fyrir sig „þótt þýðingin fyrir þessa sök víða kunni að þykja miður
íslenzkuleg“.10 Það fer því ekkert á milli mála, að það var ætlunin að
þýða hebreska textann, og var almennt talið að Gamla testamentið hefði
ekki áður verið þýtt á íslensku úr hebreska fmmtextanum. Til þess að
þetta mætti takast sem best var ákveðið að Haraldur Níelsson færi utan
þegar nokkuð var liðið á þýðingarstarfið. Hafði hann þá lokið við að þýða
tvær fyrstu Mósebækur og 14 fyrstu kaflana í þeirri þriðju. Um svipað
leyti og Haraldur fór utan var þýðing 1. Mósebókar gefin út í
kynningareintaki, Fyrsta bók Móse í nýrri þýðingu eftir frumtextanum.
Rv. 1899.
8 Haraldur Níelsson, „De islandske bibeloversættelser'* í: Studier tilegnede professor
dr. phil. & theol. Frants Buhl. 1925, s. 194: „Desværre var Kommissionens nævnte
Medlemmer ikke det hebraiske Sprog videnskabeligt mægtige.“
9 Sbr. Ásmundur Guðmundsson, í: Stríðsmaður eiltfðarvissunnar, ritstj. Benjamín
Kristjánsson, 1968, s. 40 og Haraldur Níelsson, „De islandske bibeloversættelser" í:
Studier tilegnede profesSor dr. phil. & theol. Frants Buhl. 1925, s. 194. Orðabók
Wilhelms Geseniusar (1786-1942) kom í fyrsta sinn út 1810/1812 undir heitinu
Hebraisch-deutsches Handwörterbuch iiber die Schriften des Alten Testaments. Allt
fram á þennan dag hefur orðabók þessi verið meðal mest notuðu hebresku orðabóka
og heldur hún sífellt áfram að birtast í nýjum útgáfum. Á árunum 1878-1909 kom
bókin út í 22.-28. útgáfu og var þá kennd við Gesenius-Kautzsch, þar sem Emil
Kautzsch annaðist útgáfuna. Hann var haustið 1899 leiðbeinandi Haralds Níelssonar í
Halle, eins og nánar verður vikið að hér að aftan.
to Hallgrímur Sveinsson, ívitnað rit 1899, s. viii.
59