Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 62
Gunnlaugur A. Jónsson
Námsför Haralds til Halle og Cambridge
í maímánuði 1899 birtist frétt í Verði Ijós þar sem segir að
Kaupmannahafnarháskóli hafi veitt kandídat Haraldi Níelssyni 800 kr.
styrk til utanfarar í því skyni að fullkomna sig í hebreskri tungu og
öðrum fræðum, er sérstaklega lúta að gamlatestamentisfræðum. „Fer
hann því utan núna með póstskipinu og er ferðinni heitið til Þýzkalands,
til háskólabæjanna Strassborg og Halle, sem taldir eru nú höfuðstöðvar
þeirra vísinda, er snerta gamla testamentið,“ segir í fréttinni.11
Velvild Kaupmannahafnarháskóla í garð íslenskra guðfræðinga hafði
m.a. áður birst í því að Jón Helgason fékk styrk vorið 1894 til að fara
námsför til Þýskalands áður en hann héldi heim til íslands til að taka við
kennaraembætti við Prestaskólann, að látnum föður sínum Helga lektor
Hálfdánarsyni (1826-1894). Sú Þýskalandsför reyndist mjög afdrifarík
fyrir Jón og raunar fyrir íslenska guðfræði yfirleitt því að þar kynntist
hann nýguðfræðinni, sem kennarar guðfræðideildar Hafnarháskóla höfðu
að mestu þagað um eða farið niðrandi orðum um. Nú var röðin komin að
Haraldi Níelssyni að sækja Þjóðverja heim.
Haraldur skrifaði Jóni Helgasyni, vini sínum, bréf frá Halle, að því er
virðist, strax sama kvöld og hann kom þangað. Bréfið er fyrir margra
hluta sakir mjög forvitnilegt. Þar kemur m.a. fram að það var danski
prófessorinn Frants Buhl (1850-1932), eini nýguðfræðingurinn við
Hafnarháskóla, sem réð því að Haraldur færi til Halle og ekki til
Strassburg. í Halle vom betri hebreskumenn, að mati Buhls, og var
Kautzsch12 þar fremstur í flokki. Ýmsir aðrir danskir guðfræðingar og
frammámenn í dönsku kirkjunni, þ.á.m. menningarmálaráðherrann
Styhr,13 vildu frekar að Haraldur færi til Englands, óttuðust að hann yrði
fyrir óheppilegum áhrifum frá biblíugagnrýninni í Þýskalandi. í bréfinu
segir Haraldur og að Þjóðverjamir hafi strax farið að spyrja hvemig
hann væri skapi farinn gagnvart „krítíkinni“ og hvort íslenska
n Verði Ijós 4/1899, s. 80.
12 Emil Kautzsch (1841-1910) hafði kennt í Basel og Tiibingen áður en hann tók við
kennarastóli gamlatestamentisfræða í Halle. Kautzsch var mjög áhrifaríkur kennari.
Hann hafði fljótlega sannfærst um réttmæti kenninga J. Wellhausens (1844-1918),
sem olli þáttaskilum í gamlatestamentisfræðum með bók sinni Geschichte Israels
1878 (Ensk þýð. 1885 Prolegomena to the History of Israel). Þýðing Kautzschs á
Gamla testamentinu, Die Heilige Schrift des Alten Testaments, reyndist Haraldi
Níelssyni notadrjúgt hjálpargagn við þýðingarvinnuna. Um Kautzsch má t.d. lesa hjá
H-J. Kraus, Geschichte der historisch-kritischen Erforschung des Alten Testaments.
Neukirchener Verlag 31982, einkum s. 288.
13 H.V. Styhr (f. 1838) var guðfræðingur að mennt, sem hafði orðið prófessor í
nýjatestamentisfræðum árið 1877 og gengt því starfi í tíu ár. í sögu Kaupmanna-
hafnarháskóla fær hann vægast sagt lélega dóma. Þar segir berum orðum að hann hafi
ekki valdið starfi sínu og að það sé ráðgáta hvemig hann hafi getað orðið prófessor
og síðar menningarmálaráðherra. Sjá K0benhavns Universitet 1479-1979. Bind V.
Det teologiske Fakultet. Red. Leif Grane. G.E.C. Gads Foriag, Kpbenhavn 1980, s.
423.
60