Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 63
Þýðingarstarf Haralds Níelssonar
þýðingamefndin ætlaði að fylgja massóretíska textanum alls staðar. „Þetta
er líka mesta vandaspumingin, sem fyrir mig hefir komið við
þýðinguna,“ skrifar Haraldur og segist hafa borið vandamálið undir
prófessorana Madsen,14 Buhl15 og Jacobsen.16 Hann segir Madsen vera
bæði „konservatív" og „forsigtig“, en Buhl vilji hins vegar víða víkja frá
„textus receptus", þar sem Septuaginta (LXX) eða Peschitta sýna betri
leshátt; Madsen aftur á móti vilji alltaf fylgja massóretíska textanum, en
bæta við í nótum öðmm lesháttum.17
Næsta bréf Haralds til Jóns frá Halle er dagsett 9. júlí (1899). Þar
fjallar hann um hve gott hann hafi af málfræðináminu þar og hversu
gagnlegt sé að skrifa hebreska stíla. í Kaupmannahöfn hafi
hebreskukennslan verið allt of yfirborðs- og kákkennd.18
Upphaflega var það ekki ætlun Haralds að fara til Englands í þessari
för, en svo er að sjá sem ýmsir danskir guðfræðingar hafi ráðlagt honum
14 Peder Madsen (1843-1911) var áhrifamesti kennari guðfræðideildar Hafnarháskóla á
þeim árum sem hann kenndi þar. Það er til marks um áhrif hans að undirfyrisögn
kaflans um sögu guðfræðideildarinnar árin 1875-1900 í sögu Hafnarháskóla er
einfaldlega: „Peder Madsens fakultet." Sjá Kpbenhavns Universitet Bind V, 1980, s.
420 o.áfr. Madsen varð dósent 1875, prófessor árið eftir og biskup yfir Sjálandi
1909-1911. Aðal kennslugrein hans var trúfræði. Madsen var íhaldssamur
guðfræðingur, og til marks um það má geta þess að Jón Helgason segist í
endurminningum sínum blátt áfram hafa þráð það undir fyrirlestrum Madsens að
heyra hann játa að honum hefði reynst erfitt að tileinka sér einhver atriði úr
kennisetningum kirkjunnar. Sjá Jón Helgason. Það sem á dagana dreif, (Handrit, s.
88.)
15 Frants Buhl var þegar hér var komið sögu kennari í semítiskum málum við
heimspekideild Hafnarháskóla. Hann hafði hins vegar orðið dósent í gamla-
testamentisfræðum við guðfræðideildina 1880 og tveimur árum síðar prófessor. Árið
1890 var hann kallaður til Leipzig til að taka þar við prófessorsembætti í G.t.-fræðum
að látnum Franz Delitzsch (1813-1890), hinum heimsffæga bibh'ufræðingi. Árið 1898
sneri Buhl aftur heim til Kaupmannahafnar. Á námsárum Jóns Helgasonar í Höfn var
Buhl sá eini af kennurum guðffæðideildarinnar sem hafði að verulegu leyti tileinkað
sér hin nýju og gagnrýnu viðhorf á sviði biblíufræðanna. En hann var „þurr eins og
harðfiskur" í kennarastólnum — eins og Jón Helgasonar orðar það í bréfi til Gísla
Skúlasonar 23. mars 1898 — og kom það í veg fyrir að hann næði að móta íslensku
guðfræðinemana í anda nýguðffæðinnar.
16 Johannes Jacobsen tók við kennarastólnum í G.t.-fræðum er Frants Buhl hélt til
Leipzig árið 1890. Jacobsen reyndist fylgja sömu stefnu og Buhl, og fékk meira að
segja svipaða dóma af hinum íslensku nemendum sínum og Buhl. Þannig kvartar
Haraldur yfir því í bréfi til Jóns Helgasonar, að fyrirlestrar Jacobsens séu leiðinlegir;
hann sé nauða lengi að koma hugsunum sínum út úr sér og sé afar óáheyrilegur. Bréf
Haralds er skrifað 13. október 1899 er hann hefur viðdvöl í Kaupmannahöfn að
lokinni dvölinni í Þýskalandi.
17 Bréf Haralds Níelssonar til Jóns Helgasonar skrifað að Geiststrasse 5 II, Halle 28/5
1899.
18 Bréf Haralds til Jóns Helgasonar, dagsett 9. júlí 1899 og skrifað að Morritzwingen
17 III, Halle.
61