Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 64
Gunnlaugur A. Jónsson
það af ótta við að hann kynni að hafa orðið fyrir miður heilsusamlegum
áhrifum frá biblíugagnrýninni þýsku í Halle, eins og áður var vikið að.
Kynnin af Eiríki Magnússyni
Um tildrög ferðarinnar til Englands fjallar Haraldur í bréfi til Jóns
Helgasonar frá Cambridge haustið 1899. Þar kemur fram að það hafi
einkum verið „eftir innblástri próf. Madsens“ að hann ákvað að ráðast í
Englandsför. Haraldur bætir því við að hann hafi skrifað Eiríki
Magnússyni (1833-1913), bókaverði í Cambridge, um þessa fyrirætlun
sína og fengið þar góð svör og greið. Þeir Buhl og Jacobsens hafi fallist á
þessi áform hans. Að hlusta á fyrirlestra þeirra hafi ekki verið til neins
nema að eyða tímanum.19
í minningargrein um Eirík Magnússon hefur Haraldur lýst komu sinni
til Cambridge:
Aldrei hefl eg orðið fegnari að hitta íslending erlendis, og aldrei hefir nokkur maður
tekið mér með hjartanlegri velvild en hann gerði. Kona hans var þá í Vesturheimi.
Hann lét mig þegar vita það, að hjá sér yrði eg að búa, meðan eg dveldist í Cambridge.
Eg dvaldist hjá honum fram í marzmánuð 1900 og hefir mér aldrei liðið betur á æfinni;
enginn faðir getur verið syni sínum betri en hann var mér. Og hvílík ótæmandi
fróðleiksuppspretta hann var þeim, sem með honum voru. Því að það var yndi hans að
vera alt af að fræða aðra. Þennan vetrartíma kyntist eg honum svo vel, að síðan hefi eg
eigi að eins borið lotning fyrir gáfum hans og miklu og margbreytilegu þekkingu,
heldur þótt vænt um hann fyrir hina miklu mannkosti hans.20
Líkaði Haraldi greinilega betur við kirkjulíf Englendinga en Þjóðverja og
komst skemmtilega að orði í bréfi til Jóns Helgasonar er hann sagði:
„Englendingar lesa Biblíuna, en Þjóðverjamir krítísera hana.“21 í bréfi
Haralds réttum mánuði áður þar sem hann ræddi um Johannes Jacobsen í
Kaupmannahöfn og sagði hann mjög íhaldssaman borinn saman við
gamlatestamentisfræðingana í Halle segist hann auðvitað ekki lasta það,
fremur gleðjist hann yfir því22 Af þessum og öðmm orðum í bréfum
Haralds má ráða að ekki er hann enn fyllilega genginn biblíugagnrýninni
á hönd og gerði það raunar í vissum skilningi aldrei, eins og vikið verður
að hér að aftan.
Tókst mikil og einlægt vinátta með Haraldi og Eiríki, sem hélst að
mestu leyti allt til dauðadags Eiríks. Mismunandi afstaða þeirra til
spíritismans síðar átti þó eftir að setja nokkurt strik í reikninginn.23 En
19 Bréf Haralds til Jóns frá Cambridge dagsett 14. nóvember 1899.
20 Haraldur Níelsson, „Eiríkur Magnússon.“ ísafold 1. febr. 1913.
21 Bréf Haralds til Jóns frá Cambridge dagsett 14. nóvember 1899.
22 Bréf Haralds Níelssonar til Jóns Helgasonar frá 13. október 1899.
23 Ágreiningur Haralds og Eiríks um þetta efni kemur t.d. fram í bréfi Haralds til Eiríks
frá 19. júní 1907. Þar er Haraldur harðorður í garð þessa vinar síns vegna neikvæðrar
afstöðu hins síðamefnda til spíritismans. Haraldur skrifar m.a.: ,Lg óttast aðeins eitt
fyrir þína hönd, að þegar þú ert kominn yfir um, verðir þú látinn afplána
óvildarsyndir þínar gegn sannleikanum með því að gjörast aðstoðarmaður einhvers
miðils, og fáir sérstaklega það hlutverk að sannfæra þá, er harðlega betjast móti
62