Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 65
Þýðingarstarf Haralds Níelssonar
Eiríkur skrifaði hástemmdan ritdóm um þýðingu Haralds, eins og síðar
verður vikið að. Einnig beytti hann sér fyrir því við Breska og erlenda
biblíufélagið að Haraldur fengi launahækkun er Haraldi hafði verið boðin
kennarastaða í Manitoba í Kanada með mun betri launum en hann hafði
fyrir þýðingarstarfið.24 Er deilumar vegna biblíuþýðingarinnar hófust
eftir útkomu hennar árið 1908 þá urðu andstæðingar Haralds til að benda
Breska og erlenda biblíufélaginu á að þeir Eiríkur og Haraldur stæðu í
miklu vináttusambandi auk þess sem kona Eiríks væri nátengd Haraldi.25
Eiríkur gæti því ekki talist hlutlaus dómari í deilumáli þessu.26
Eiríkur Magnússon hafði áður komið talsvert við sögu íslenskra
biblíuþýðinga. Hafði hann verið ráðinn til að annast prófarkalestur við
Lundúnaútgáfu íslensku Biblíunnar 1866. Um biblíuútgáfu þessa spunnust
miklar og persónulegar deilur milli hans og Guðbrands Vigfússonar
(1827-1889),27 sem þá starfaði í Oxford. Varð úr deilunum fjandskapur,
sem entist meðan þeir báðir lifðu.28 Hér er ekki rúm til að fjalla um deilu
þeirra Eiríks og Guðbrands, en þar varði Eiríkur útgáfuna 1866 fyrir
gagnrýni Guðbrands. í ljósi þess hve Eiríkur hafði eytt mikilli orku í að
verja útgáfuna 1866 er athyglisvert hversu vel hann tók Haraldi strax og
vinsamlega, sérstaklega ef haft er í huga að Haraldur var ekki síður
gagnrýninn í garð útgáfunnar frá 1866 en Guðbrandur.
Um Eirík áttræðan er sagt í Nýju kirkjublaði 1908 að enginn hafi jafnt
og hann borið fyrir brjósti biblíuþýðinguna nýju og eru athugasemdir
hans og leiðbeiningar sagðar „stórmikið verk“.29
Þegar heim var komið eftir þessa útvist hélt Haraldur áfram
þýðingunni þar sem frá var horfið en þótti fljótlega leiðigjamt að vinna
að þýðingu Mósebóka og byrjaði í staðinn á Jesajaritinu, en það var eitt
málinu. Og það hlýtur að vera í meira lagi þreytandi verk.“ Afritunarbók Haralds
Níelssonar, Lbs. 4723 4to. Minna má á að vinslit urðu með Jóni Helgasyni og
Haraldi út af ágreiningi þeirra um spíritísmann.
24 Bréf Eiríks til Breska og erlenda biblíufélagsins vegna þessa er skrifað 31. október
1905. Hallgnmur biskup Sveinsson fylgdi málinu svo eftir uns úrlausn fékkst. Það
var Einar Hjörleifsson Kvaran, sem bauð Haraldi stöðuna í Kanada fyrir hönd
íslensku kirkjunnar þar. Um Einar segir Haraldur í bréfi dagsettu 6. ágúst 1907:
„Hann er bezti vinur minn hér heima.“ Sjá Afritunarbók Harálds Níelssonar, Lbs.
4723, 4to.
25 Signður, kona Eiríks, var móðursystir Bergljótar, fyrri kona Haralds Níelssonar.
26 Þessi ábending kemur fram í bréfi A. Gooks tíl Breska og erlenda biblfufélagsins frá
29. júlí 1909. Þar tílgreinir Gook Sigurbjöm Á. Gíslason sem heimildamann sinn um
þessi tengsl Eiríks og Haralds. Um Gook verður fjallað nánar í kaflanum um
ákærendur biblíuþýðingarinnar hér að aftan.
27 Sjá t.d. Benedikt S. Benedikz, „Guðbrandur Vigfússon. Erindi flutt við Háskóla
fslands á aldarminningu ártíðar hans, 31. janúar 1989.“ Andvari 1989, s. 166-188.
28 Sjá Stefán Einarsson, Saga Eiríks Magnússonar íCambridge. Rv. 1933, s. 84-93.
29 Sjá „Meistari Eiríkur Magnússon.“ Nýtt kirkjublaö 3/1908, 6. febr., s. 24.
Fréttaklausa þessi er ómerkt en er trúlega skrifuð af ritstjóranum, sr. Þórhalli
Bjamarsyni.
63