Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 66
Gunnlaugur A. Jónsson
einkenni aldamótafræðinganna að líta á spámannaritin sem andlega
þungamiðju Gamla testamentisins.30 Ásmundur Guðmundsson prófessor
og eftirmaður Haralds á kennarastóli gamlatestamentisfræða hefur látið í
ljósi þá skoðun, að hvergi sé þýðing Haralds betri en einmitt á Jesaja-
ritinu nema ef vera skyldi á Jobsbók og Orðskviðunum.31
Deilurnar við Halldór Kr. Friðriksson yfirkennara
Það er alkunna, að nýjar biblíuþýðingar hafa gjaman leitt til deilna og
sjaldnast er þeim tekið með einróma lofi. Það er nú einu sinni svo, að
menn em viðkvæmir fyrir því að verið sé að hrófla eitthvað við því sem
er þeim heilagt. Þýðing Haralds Níelssonar var hér engin undanteking;
hún sætti gagnrýni strax þegar verkið var komið mjög skammt á veg. Það
var árið 1899 að Hið íslenska biblíufélag gaf út Fyrstu Bók Móse í nýrri
þýðingu eftir frumtextanum „til þess að gefa öllum almenningi þjóðar
vorrar sem glöggasta og fylsta hugmynd um þá endurskoðun, sem
biblíufélagið lætur nú vinna að.“32
í febrúarblaði Fríkirkjunnar árið eftir, þegar Haraldur Níelssonar var
staddur í Englandi, birtist grein eftir Halldór Kr. Friðriksson, gamlan
kennara Haralds, þar sem allhvassri gagnrýni var beint að þýðingunni.
Halldór var fyrrverandi yfirkennari og virtur íslenskumaður og hefði
mátt ætla að þýðingamefndin hefði getað haft gagn af ýmsum
athugasemdum hans. En deilur hans og Haralds urðu alltof persónulegar
til þess að svo gæti orðið. Gamla manninum virtist hafa sámað að
þýðingamefndin tók upp hina umdeildu réttritun Blaðamannafélagsins í
stað þess að fylgja þeirri réttritun sem var kennd við hann. „Stafsetning
blaðamanna er stórhneyksli á slíkri bók,“33 skrifar Halldór. „Er það nema
eðlilegt, að föðumum líði illa, þegar verið er að bera bamið hans út?“
skrifar Haraldur háðslega í svari sínu.34
Hér er ekki rúm til að fara nákvæmlega út í einstök atriði í gagnrýni
Halldórs, en þó má nefna að hann fann víða útlend orð eða óíslenskuleg í
þýðingunni svo sem sögnina að „ske“, nafnorðið „pláss“ og „hverra,
hvers“ sem beygt tilvísunarfomafn, t.d. „Drottinn, fyrir hvers augsýn eg
hef gengið“ (1M 20:40). Þá fannst Halldóri málið vera alltof
hversdagslegt á sumum stöðum og að það vantaði algjörlega þann
viðhafnarblæ, sem ætti að vera á Biblíunni. Dæmi: „Og eg ætla að sækja
brauðbita.“ Þetta þótti Halldóri óhafandi biblíumál og þótti eldri
útleggingu mun betri en þar stóð: „Og eg ætla að sækja lítið eitt af
30 Jón Helgason, Verði Ijós 6/1901, s. 141.
31 Ásmundur Guðmundsson, „Starfið að þýðingu Biblíunnar" í: Haraldur Níelsson.
Stríðsmaður eilífðarvissunnar 1868-1968. Ritstj. Benjamín Kristjánsson, Rv. 1968,
s. 39.
32 Hallgnmur Sveinsson, ívitnað rit 1899, s. vii.
33 Halldór Kr. Friðriksson, „Nokkrar athugagreinir við hina nýju útleggingu
biflíunnar." Rv. 1900, s. 7. (Sérprentun úr Fríkirkjunni, nr. 2, 1900).
34 Haraldur Níelsson, „Endurskoðun biblíunnar. Svar til H. Kr. Friðrikssonar.“ Rv.
1900, s. 6. (Sérprentun úr Verði Ijós).
64